Sport

Sjötti sigur Federer í Dúbæ

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roger Federer loksins búinn að vinna mót aftur.
Roger Federer loksins búinn að vinna mót aftur. Vísir/getty
Svisslendingurinn Roger Federer sýndi hvað hann virkilega getur á Dúbæ-meistarmótinu í tennis en hann lagði Tékkann Tomas Berdych í úrslitaleik í nótt, 3-6, 6-4 og 6-3.

Federer gerði eiginlega enn betur í undanúrslitunum því þar vann hann Serbann NovakDjokovic í fyrsta skiptið í 18 mánuði en Federer hefur átt í miklum vandræðum með Djokovic undanfarin misseri.

Þetta er fyrsti titillinn sem Federer vinnur í heila níu mánuði sem er sjaldgæft á þeim bænum en sá 78. sem hann vinnur á ferlinum.

Federer, sem dottinn er niður í 8. sæti heimslistans, hefur unnið 17 risamót á ferlinum, fleiri en nokkur annar tenniskappi í sögunni. Hann vann síðast Wimbledon-mótið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×