Erlent

51 látinn eftir bílasprengju í Nígeríu

VISIR/AP
Talið er að 51 hafi látist í tveimur bílasprengjum á markaði í Maiduguri í norð-austur hluta landsins.

Talsmaður nígeríska Rauða krossins telur þó að fleiri gætu verið grafnir í rústum nærliggjandi bygginga.

Meðal þeirra látnu voru börn í brúðkaupi og fótboltaáhugamenn sem fylgdust með knattspyrnuleik í sjónvarpi skammt frá vettvangi ódæðisverkanna.

Nokkrir eftirlifendur segjast hafa haft uppi á þeim sem stóð að baki sprengingunni, barið hann til óbóta og að hann hafi dáið af sárum sínum.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verkinu til þessa.

Frekar fregnir af málinu má nálgast á vefsíðu AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×