Sýningin þótti hin glæsilegasta og þangað mætti öll fjölskyldan til að styðja við bakið á Victoríu. Hin tveggja ára Harper sat á kjöltu föður síns, David Beckham og var hin prúðasta. Að sjálfsögðu var hún sjálf klædd í tískufatnað frá toppi til táar og hárið greitt aftur í háan snúð.
Ofur pabbinn og fyrrverandi fótaboltamaðurinn, David Beckham var duglegur að sinna krökkunum fjórum sem að öll horfðu á sýninguna. Brooklyn, Romeo and Cruz stilltu sér reglulega upp þegar faðir þeirra tók sjálfsmyndir af fjölskyldunni.
Fyrir sýninguna deildi Victoría fallgum skilaboðum frá börnunum sínum á Instagram en þar stóð; „Gangi þér vel mamma, við elskum þig David, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper xxxxx."

