Sprengjuárás á karlmennskuna 10. febrúar 2014 22:00 Hallgrímur Helgason Vísir/Valli Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum. Í Frakklandi kom bókin út hjá Presses de la Cité forlaginu í París í þýðingu Jean-Christophe Salaün. Stórblaðið Le Monde kallaði bókina „magnaðan doðrant” og Le Figaro lýsti henni sem „íslenskri sprengju sem sprengir bæði persónu og lesendur í loft upp”. Paris Match sagði bókina „ómótstæðilega” og Le Point lýsir henni sem „600 síðum fullum af húmor, tilfinningum og djúpri umfjöllun um harmræn örlög kvenna”. Þá valdi bókmenntasíðan lirelirelire.com Konuna við 1000° sem bestu skáldsögu haustvertíðarinnar. Í árlegu vali franskra bóksala var sagan valin ein af tíu bestu erlendu skáldsögum ársins en hana var einnig að finna á lista hins virta bókmenntatímarits Lire yfir þrjár bestu erlendu skáldsögur ársins 2013. Í lok nóvember tók Hallgrímur síðan við Prix Millepages, verðlaunum Millepages bókabúðarinnar í París, sem veitt voru fyrir bestu erlendu skáldsögu haustvertíðarinnar. Á Spáni kom bókin út hjá Mondadori forlaginu í þýðingu Enrique Bernardez Sanchís. Stórblaðið El Periodico í Barcelona skrifaði „Helgason heillar með aldraðri femínistabombu” undir fyrirsögninni: „Sprengjuárás á karlmennskuna”. Bókmenntatímaritið Leer lýsti höfundinum sem „háðskum og beittum, gáfuðum og huguðum” og síleska blaðið La Tercera spurði hvers vegna 600 síðna íslensk skáldsaga væri þýdd á spænsku í miðri kreppu og svaraði: „Vegna þess að hún er frábær.” Þá valdi hin virta bókmenntasíða todoliteratura.es bókina sem þá bestu sem út kom á spænska málsvæðinu árið 2013. Í Póllandi kom bókin út hjá Znak forlaginu í Kraká og fékk góðar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnendum. Tu-czytam vefsíðan sagði bókina „5 stjörnu lesningu” og frægasta sjónvarpskona Póllands, Maria Czubaszek, lét hafa eftir sér á kápu bókarinnar: „Bókin byrjar vel, sem er gott. En verður svo betri, sem er öllu verra, því eftir það getur maður ekki slitið sig frá henni.” Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum. Í Frakklandi kom bókin út hjá Presses de la Cité forlaginu í París í þýðingu Jean-Christophe Salaün. Stórblaðið Le Monde kallaði bókina „magnaðan doðrant” og Le Figaro lýsti henni sem „íslenskri sprengju sem sprengir bæði persónu og lesendur í loft upp”. Paris Match sagði bókina „ómótstæðilega” og Le Point lýsir henni sem „600 síðum fullum af húmor, tilfinningum og djúpri umfjöllun um harmræn örlög kvenna”. Þá valdi bókmenntasíðan lirelirelire.com Konuna við 1000° sem bestu skáldsögu haustvertíðarinnar. Í árlegu vali franskra bóksala var sagan valin ein af tíu bestu erlendu skáldsögum ársins en hana var einnig að finna á lista hins virta bókmenntatímarits Lire yfir þrjár bestu erlendu skáldsögur ársins 2013. Í lok nóvember tók Hallgrímur síðan við Prix Millepages, verðlaunum Millepages bókabúðarinnar í París, sem veitt voru fyrir bestu erlendu skáldsögu haustvertíðarinnar. Á Spáni kom bókin út hjá Mondadori forlaginu í þýðingu Enrique Bernardez Sanchís. Stórblaðið El Periodico í Barcelona skrifaði „Helgason heillar með aldraðri femínistabombu” undir fyrirsögninni: „Sprengjuárás á karlmennskuna”. Bókmenntatímaritið Leer lýsti höfundinum sem „háðskum og beittum, gáfuðum og huguðum” og síleska blaðið La Tercera spurði hvers vegna 600 síðna íslensk skáldsaga væri þýdd á spænsku í miðri kreppu og svaraði: „Vegna þess að hún er frábær.” Þá valdi hin virta bókmenntasíða todoliteratura.es bókina sem þá bestu sem út kom á spænska málsvæðinu árið 2013. Í Póllandi kom bókin út hjá Znak forlaginu í Kraká og fékk góðar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnendum. Tu-czytam vefsíðan sagði bókina „5 stjörnu lesningu” og frægasta sjónvarpskona Póllands, Maria Czubaszek, lét hafa eftir sér á kápu bókarinnar: „Bókin byrjar vel, sem er gott. En verður svo betri, sem er öllu verra, því eftir það getur maður ekki slitið sig frá henni.”
Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira