Erlent

Utanríkisráðherra Svía kallar forseta Úkraínu kvisling

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Í kjölfar blaðamannafundar Vladímírs Pútín sem Vísir greindi frá í dag tísti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, um það að fyrrverandi forseti Úkraínu væri kvislingur.

Orðið er dregið af nafni Vidkuns Quisling sem varð forsætirsáðherra Noregs árið 1940 í ríkisstjórn sem var hliðholl veru nasista í landinu í seinna stríði.

Orðið „kvislingur“ hefur síðan þá verið notað yfir föðurlandssvikara og aðra sem vilja starfa með erlendum öflum heima fyrir.

Eins og greint hefur verið frá óskaði Viktor Janúkóvítsj eftir aðstoð Rússa í kjölfar uppreisnarinnar í landinu þar sem honum var steypt af stóli.

Vladímir Pútín lýsti því yfir áðan að Janúkovtísj væri enn réttmætur forseti landsins og því hafi beiðni hans um íhlutun Rússa í Úkraínu verið mannúðleg, en ekki ólögleg.

Tíst Carls Bildt má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands

Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×