Menning

Aðventa í Gunnarshúsi

Guðrún Ásmundsdóttir Aðventa verður lesin frá upphafi til enda í einum rykk.
Guðrún Ásmundsdóttir Aðventa verður lesin frá upphafi til enda í einum rykk. Vísir/GVA
Aðventa, saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, á þriðja sunnudegi í aðventu 14. desember. Lesari er Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona og rithöfundur, og hefst lestur klukkan 13.30.



Allir eru velkomnir á þessa kyrrðarstund í amstri aðventunnar meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi og smákökur með lestrinum sem tekur rúmar tvær klukkustundir.

Sama dag les prófessor Vésteinn Ólason söguna á Skriðuklaustri og hefst sá lestur klukkan 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×