Elvar Már allt í öllu hjá Svartþröstunum í Brooklyn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 08:00 Elvar Már Friðriksson í leik með LIU Brooklyn í Madison Square Garden. vísir/Getty Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur staðið sig vel á stóra sviðinu í New York-borg en hann er nú ásamt Martin Hermannssyni á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólaboltanum. Elvar Már fór fyrir liði LIU Brooklyn Blackbirds í fyrsta sigurleik liðsins í fyrrinótt þegar hann var þá með 19 stig og 7 stoðsendingar. Elvar var meðal annars með 12 stig og 6 stoðsendingar í seinni hálfleiknum sem LIU-liðið vann með 17 stiga mun. LIU Brooklyn skoraði þá 53 stig og Elvar átti með beinum hætti þátt í 30 þeirra (57 prósent). Þetta var fyrsti leikurinn þar sem Elvar Már er stigahæstur hjá LIU Brooklyn en hann er engu að síður eini leikmaður liðsins sem hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali í leik. Elvar Már er með 10,7 stig að meðaltali en næstir á lista eru reynsluboltarnir Gerrell Martin (9,6 stig í leik) og Landon Atterberry (9,6) sem eru báðir á sínu síðasta ári í skólanum. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Elvar er með flestar stoðsendingar í liðinu en því náði hann þarna í fimmta sinn í þessum fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Elvar hefur nú hækkað stigaskor sitt í fjórum leikjum í röð og verið með tvo eða fleiri þrista í þeim öllum. Hann er með 12,8 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum leikjum sem er mjög flott tölfræði hjá nýliða í bandaríska háskólaboltanum. Þegar tölfræði LIU Brooklyn er skoðuð frá fyrstu sjö leikjum tímabilsins kemur í ljós að Elvar Már er efstur hjá liðinu í stigum, stoðsendingum, þriggja stiga körfum, vítaskotum teknum og mínútum spiluðum. Martin byrjaði ekki vel en hefur fundið sig betur í síðustu leikjum liðsins. Martin er fjórði stigahæsti hjá LIU Brooklyn með 8,6 stig í leik og þá er hann í öðru sæti í stoðsendingum. Martin er einnig með tveimur fleiri fráköst en Elvar. Íslendingarnir tveir hafa gefið samtals 56 af 78 stoðsendingum LIU Brooklyn í fyrstu sjö leikjunum sem þýðir að 72 prósent stoðsendinga liðsins hafa verið íslenskar. Enginn annar en Íslendingarnir tveir hefur leitt liðið í stoðsendingum það sem af er tímabilinu. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá strákunum sem báðir eru í stórum hlutverkum frá fyrsta leik sem er langt frá því að vera gefið í bandaríska háskólaboltanum. Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur staðið sig vel á stóra sviðinu í New York-borg en hann er nú ásamt Martin Hermannssyni á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólaboltanum. Elvar Már fór fyrir liði LIU Brooklyn Blackbirds í fyrsta sigurleik liðsins í fyrrinótt þegar hann var þá með 19 stig og 7 stoðsendingar. Elvar var meðal annars með 12 stig og 6 stoðsendingar í seinni hálfleiknum sem LIU-liðið vann með 17 stiga mun. LIU Brooklyn skoraði þá 53 stig og Elvar átti með beinum hætti þátt í 30 þeirra (57 prósent). Þetta var fyrsti leikurinn þar sem Elvar Már er stigahæstur hjá LIU Brooklyn en hann er engu að síður eini leikmaður liðsins sem hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali í leik. Elvar Már er með 10,7 stig að meðaltali en næstir á lista eru reynsluboltarnir Gerrell Martin (9,6 stig í leik) og Landon Atterberry (9,6) sem eru báðir á sínu síðasta ári í skólanum. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Elvar er með flestar stoðsendingar í liðinu en því náði hann þarna í fimmta sinn í þessum fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Elvar hefur nú hækkað stigaskor sitt í fjórum leikjum í röð og verið með tvo eða fleiri þrista í þeim öllum. Hann er með 12,8 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum leikjum sem er mjög flott tölfræði hjá nýliða í bandaríska háskólaboltanum. Þegar tölfræði LIU Brooklyn er skoðuð frá fyrstu sjö leikjum tímabilsins kemur í ljós að Elvar Már er efstur hjá liðinu í stigum, stoðsendingum, þriggja stiga körfum, vítaskotum teknum og mínútum spiluðum. Martin byrjaði ekki vel en hefur fundið sig betur í síðustu leikjum liðsins. Martin er fjórði stigahæsti hjá LIU Brooklyn með 8,6 stig í leik og þá er hann í öðru sæti í stoðsendingum. Martin er einnig með tveimur fleiri fráköst en Elvar. Íslendingarnir tveir hafa gefið samtals 56 af 78 stoðsendingum LIU Brooklyn í fyrstu sjö leikjunum sem þýðir að 72 prósent stoðsendinga liðsins hafa verið íslenskar. Enginn annar en Íslendingarnir tveir hefur leitt liðið í stoðsendingum það sem af er tímabilinu. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá strákunum sem báðir eru í stórum hlutverkum frá fyrsta leik sem er langt frá því að vera gefið í bandaríska háskólaboltanum.
Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti