“Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn. Hún er heilbrigð, spræk og gullfalleg. Litla dúllan var 13 merkur og 51cm,” skrifar Tinna á bloggsíðu sína alavis.is. Hún var einmitt mjög dugleg að skrifa um meðgönguna og hreiðurgerð á síðuna og spennandi verður að fylgjast með hvort hún verði ekki iðin við að skrifa um þetta nýja og spennandi hlutverk líka – sjálft móðurhlutverkið.
Bæði Tinnu og Ísabellu heilsast afar vel.
Langt er síðan Tinna lagði fyrirsætuframann á hilluna og starfar nú sem blaðakona á Home Magazine.
Lífið óskar Tinnu innilega til hamingju með frumburðinn.

