Það rigndi á brautinni í byrjun tímatökunnar og fór þriðja æfingin því fram á blautri braut. Ökumenn fikruðu sig áfram og mátuðu regn og milliregndekk við aðstæður á brautinni. Fórnarlömb fyrstu lotu tímatökunnar voru Max Chilton, Marcus Ericsson, Jules Bianchi, Kamui Kobayashi og Esteban Gutierrez.
Pastor Maldonado tók hinsvegar ekki þátt í tímatökunni, Lotus liðið náði ekki að skipta um vél í bíl hans í tæka tíð eftir þriðju æfinguna eftir að vélin hætti að skila afli á æfingunni vegna olíuleka. Það verður því undir dómurunum komið að leyfa honum að keppa á morgum.
Önnur lotan hófst á því að flestir ökumenn fóru út á milliregndekkjum. Þeir sem féllu út í annarri lotu voru Sergio Perez, Kevin Magnussen, Adrian Sutil, Daniil Kvyat, Jenson Button og Kimi Raikkonen.
Þriðja lotan var mjög spennandi, rigningin jókst örlítið á milli loka annarar lotu og upphafs þriðju lotu. Ökumenn freistuðu þess að fara strax í upphafi lotunnar á milliregndekk og ná að góðum tíma en brautin virtist lagast eftir því sem leið á lotuna.

„Það var sleipt úti á brautinni og það er mikilvægt að gera ekki mistök, sérstaklega með þessa tvo svona skammt undan að ýta á eftir manni. Bíllinn er hinsvegar góður og hefur liðið unnið mjög vel saman þessa helgina,“ sagði Hamilton.
„Það var mjög gaman að ná hrignum í lokin, ég átti augljóslega frekar erfitt alla tímatökuna en á síðasta dekkjaganginum nýtti ég tækifærið og náði að setja góðan tíma undir lokinn,“ sagði Ricciardo eftir tímatökuna.
„Við erum í bestu stöðunni til að reyna að gera þeim (Mercedes) erfitt fyrir á morgun, þeir eru þó sennilega of fljótir í þurru,“ sagði Vettel.

1.Lewis Hamilton - Mercedes
2.Daniel Ricciardo - Red Bull
3.Sebastian Vettel - Red Bull
4.Nico Rosberg - Mercedes
5.Fernando Alonso - Ferrari
6.Felipe Massa - Williams
7.Valtteri Bottas - Williams
8.Nico Hulkenberg - Force India
9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso
10.Romain Grosjean - Lotus
11.Kimi Raikkonen - Ferrari
12.Jenson Button - McLaren
13.Daniil Kvyat - Toro Rosso
14.Adrian Sutil - Sauber
15.Kevin Magnussen - McLaren
16.Sergio Perez - Force India
17.Esteban Gutierrez - Sauber
18.Kamui Kobayashi - Caterham
19.Jules Bianchi - Marussia
20.Marcus Ericsson - Caterham
21.Max Chilton - Marussia
22.Pastor Maldonado - Lotus
Keppnin er á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 6:30 í fyrramálið.