Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 17:22 Snæland Video var til húsa í Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september sl. Vísir/Vilhelm Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira