Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 17:22 Snæland Video var til húsa í Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september sl. Vísir/Vilhelm Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt. Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt.
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira