Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2014 21:00 Þingmenn Bjartar framtíðar eru ekki sammála um ágæti frumvarpsins. Viðskiptablaðið birti í dag umfjöllun um skoðanir þingmanna á fyrirhuguðum breytingum á áfengislöggjöfinni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er flutningsmaður frumvarpsins en þar er meðal annars lagt til að sveitastjórnir geti gefið einka- og lögaðilum leyfi til áfengissölu. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið fyrir mánuði síðan kemur í ljós að tveir af hverjum þremur landsmönnum eru andvígir breytingunum sem lagðar eru til. Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu á Alþingi en samkvæmt áðurnefndri úttekt Viðskiptablaðsins er tæpt að meirihluti sé fyrir því. Athygli vekur að af fimm þingmönnum Bjartar framtíðar sem gáfu upp afstöðu sína er aðeins einn þeirra hlynntur því, en það er Björt Ólafsdóttir. Óttar Proppé, Róbert Marshall, Páll Valur Pálsson og Brynhildur Pétursdóttir myndu öll greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Hefur sprottið upp umræða á samskiptavefjum af þeim sökum..@bjortframtid Hæ, ég kaus ykkur síðast. Afhverju viljið þið að íslenska ríkið standi í smásölu? — Halldór Halldórsson (@DNADORI) November 21, 2014Hrópandi hræsni að stimpla sig sem frjálslynda en kjósa gegn auknu verslunarfrelsi. Frjálslynt fólk styður ekki ríkiseinokun, @bjortframtid — Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) November 21, 2014Guðmundur SteingrímssonVísir/gva„Fylgjandi þó það sé ekki gallalaust“ „Ég er fylgjandi þessu frumvarpi þó það sé ekki gallalaust,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við erum sammála í þingflokknum að ríkið þurfi ekki að sjá um sölu á áfengi þó áfengi sé að mörgu leyti ekki venjuleg vara. Fjölmargir einkaaðilar selja lyf, tóbak og vopn og ættu að geta selt áfengi.“ Formaðurinn bendir þó á að frumvarpinu fylgi engin áfengisstefna. Lýðheilsustefna og frelsi þurfi ekki að vera andstæður. Forvarnastarf þurfi að auka samhliða breytingunum. Einnig sé andstaða við frumvarpið alls ekki bundið við ófrjálslynd samtök. Félag atvinnurekenda sjái marga vankanta á því og það verður seint kallað ófrjálslynt. „Það eru margir innan okkar raða sem finnst áfengi vera varhugaverð vara og styðja ekki aukið aðgengi að því. Það er hins vegar enn margt sem má laga og bæta. En ef ég þyrfti að kjósa um frumvarpið í dag held ég að ég myndi segja já,“ segir Guðmundur að lokum, en hann var einn þeirra þingmanna sem ekki náðist í við vinnslu úttektar Viðskiptablaðsins.Skoðanir eru skiptar innan raða BF á sölu áfengis í matv.verslunum. Áfengi er ekki venjuleg smávara. Ríkið þarf samt ekki að sjá um söluna. — Björt framtíð (@bjortframtid) November 21, 2014Brynhildur PétursdóttirVísir/valliÆtti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi, vill setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu eða fá skýrari afstöðu frá almenningi. „Mér finnst það ekki liggja á hreinu hvaðan þessi krafa kemur. Mér finnst eins og krafan um að selja áfengi í matvöruverslunum komi að einhverju leyti frá verslunareigendum en ekki almenningi,“ segir hún og heldur áfram: „Eins og staðan er í dag myndi ég væntanlega sitja hjá eða vera á móti. En málið á auðvitað eftir að fara í aðra umræðu og ég á eftir að skoða betur álit sem gefin hafa verið.“ Brynhildur telur að þjónustan myndi líklega skerðast á landsbyggðinni ef einokun ÁTVR yrði afnumin. „Ef af þessu yrði myndi þjónustan örugglega vera fín á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel á Akureyri þar sem ég bý. En annarsstaðar myndi hún líklega versna. Fólk á landsbyggðinni er mjög ánægt með þá þjónustu sem ÁTVR er að veita.“En ertu ekki með því að segja að ríkið eigi að halda uppi áfengissölu, ef þú telur að hinn frjálsi markaður geti ekki sinnt henni? „Mér finnst það alveg vera rök, að ef maður vill hafa gott aðgengi þá eigi að veita það. Getað fengið flöskur sem maður pantar daginn eftir. Það er ekki hægt að neita því að þjónustan er mjög góð. Og jú ríkið er að veita hana, en er það eitthvað slæmt?“ Brynhildur vill meiri umræðu meðal almennings um málið. „Enginn spurði mig út í þetta fyrir kosningar og ég hef bara séð eina skoðanakönnun um málið. Ef það er rík krafa á meðal almennings að setja þetta yfir í matvöruverslanir, þá finnst mér full ástæða til að skoða þetta.“Fyrir hvað stendur Björt Framtíð ef þau kjósa gegn áfengisfrumvarpinu? Varla frjálslyndi. — Trausti Sigurður (@Traustisig) November 21, 2014Róbert MarshallVísir/gva„Ódýr leið til frjálslyndis“ „Þetta er bundið við persónulega afstöðu hvers og eins þingmanns til þessa máls. Við erum öll sammála því að ríkið eigi helst ekki að standa í sölu á áfengi en flest okkar viljum hafa áfengi áfram í sérverslunum. Við sjáum lítið því til fyrirstöðu að einkaaðilar fái að reka sérverslanir með áfengi,“ segir Róbert Marshall. Hann bendir á að það séu tveir þingmenn flokksins sem styðja frumvarpið. Björt framtíð hafi ákveðið að í þessu máli yrði hver og einn að ákveða fyrir sig hvaða afstöðu hann vildi taka til málsins. Fyrir sitt leyti hefur hann fyrir löngu skilgreint áfengi sem skaðvald sem sé ekki velkominn inn í hans líf. Hver og einn verði hins vegar að taka þá ákvörðun fyrir sig sjálfur. „Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Við styðjum aukið viðskiptafrelsi, niðurfellingu tollmúra, hafta og vörugjalda. Við viljum heilbrigt umhverfi fyrir samkeppni og markað,“ segir Róbert. „Það er ótrúlega ódýr leið að leggja fram eitt frumvarp sem snýr að auknu aðgengi að víni og ætla að titla sig frjálslyndan flokk á meðan þú lætur ríkisstyrki og innflutningshöft í landbúnaði ósnert,“ segir Róbert að lokum.Áfengi er ekki venjuleg smávara, áfengi er eitur. Þarf ríkið að hafa einokun á sölu þess - nei. Frumv. sem sameinar þetta tvennt fær mitt atkv — Heiða Kristín (@heidabest) November 21, 2014Páll Valur Björnssonvísir/vilhelm„Skólabókardæmi um þjóðaratkvæðagreiðslumál“ „Ég er ekki á móti endurskoðun á löggjöfinni en ég er alfarið á móti frumvarpinu eins og það stendur núna,“ segir Páll Valur Björnsson. „Þegar ég hugsaði út í þetta fyrst fannst mér það eðlilegt skref að auka á frjálslyndið en eftir því sem ég hef kynnt mér málið meir hef ég orðið andvígari því og sannfærðist endanlega eftir að ég sá fyrirlestur David Nutt. Ég vil ekki sjá áfengi í stórmörkuðum.“ Sjálfur sé hann óvirkur alkóhólisti og hafi verið það í sautján ár. Hann bendir á að áfengi sé valdur að á annað hundrað sjúkdóma, auki heimilisofbeldi og að á ári hverju sé áfengi beinn eða óbeinn valdur að dauða 3,3 milljóna manna. Fyrir sitt leyti muni hann ekki styðja frumvarpið. Í desember á síðasta ári hafi hér á landi verið samþykkt áfengisstefna þar sem fram kemur að eigi einmitt ekki að auka aðgengi að áfengi og það sé í samræmi við það sem er í gangi í öðrum Evrópulöndum. „Þetta er hinsvegar skólabókadæmi um mál sem þjóðin ætti að fá að ákveða sjálf. Ég vil auka beint lýðræði og mér finnst kominn tími á eina stóra þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem yrði til dæmis kosið um Evrópusambandið, klukkubreytinguna, aukið aðgengi að áfengi, flugvöllinn. Öll þessi mál sem hafa klofið þjóðina í gegnum árin.“ Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Viðskiptablaðið birti í dag umfjöllun um skoðanir þingmanna á fyrirhuguðum breytingum á áfengislöggjöfinni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er flutningsmaður frumvarpsins en þar er meðal annars lagt til að sveitastjórnir geti gefið einka- og lögaðilum leyfi til áfengissölu. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið fyrir mánuði síðan kemur í ljós að tveir af hverjum þremur landsmönnum eru andvígir breytingunum sem lagðar eru til. Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu á Alþingi en samkvæmt áðurnefndri úttekt Viðskiptablaðsins er tæpt að meirihluti sé fyrir því. Athygli vekur að af fimm þingmönnum Bjartar framtíðar sem gáfu upp afstöðu sína er aðeins einn þeirra hlynntur því, en það er Björt Ólafsdóttir. Óttar Proppé, Róbert Marshall, Páll Valur Pálsson og Brynhildur Pétursdóttir myndu öll greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Hefur sprottið upp umræða á samskiptavefjum af þeim sökum..@bjortframtid Hæ, ég kaus ykkur síðast. Afhverju viljið þið að íslenska ríkið standi í smásölu? — Halldór Halldórsson (@DNADORI) November 21, 2014Hrópandi hræsni að stimpla sig sem frjálslynda en kjósa gegn auknu verslunarfrelsi. Frjálslynt fólk styður ekki ríkiseinokun, @bjortframtid — Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) November 21, 2014Guðmundur SteingrímssonVísir/gva„Fylgjandi þó það sé ekki gallalaust“ „Ég er fylgjandi þessu frumvarpi þó það sé ekki gallalaust,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við erum sammála í þingflokknum að ríkið þurfi ekki að sjá um sölu á áfengi þó áfengi sé að mörgu leyti ekki venjuleg vara. Fjölmargir einkaaðilar selja lyf, tóbak og vopn og ættu að geta selt áfengi.“ Formaðurinn bendir þó á að frumvarpinu fylgi engin áfengisstefna. Lýðheilsustefna og frelsi þurfi ekki að vera andstæður. Forvarnastarf þurfi að auka samhliða breytingunum. Einnig sé andstaða við frumvarpið alls ekki bundið við ófrjálslynd samtök. Félag atvinnurekenda sjái marga vankanta á því og það verður seint kallað ófrjálslynt. „Það eru margir innan okkar raða sem finnst áfengi vera varhugaverð vara og styðja ekki aukið aðgengi að því. Það er hins vegar enn margt sem má laga og bæta. En ef ég þyrfti að kjósa um frumvarpið í dag held ég að ég myndi segja já,“ segir Guðmundur að lokum, en hann var einn þeirra þingmanna sem ekki náðist í við vinnslu úttektar Viðskiptablaðsins.Skoðanir eru skiptar innan raða BF á sölu áfengis í matv.verslunum. Áfengi er ekki venjuleg smávara. Ríkið þarf samt ekki að sjá um söluna. — Björt framtíð (@bjortframtid) November 21, 2014Brynhildur PétursdóttirVísir/valliÆtti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi, vill setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu eða fá skýrari afstöðu frá almenningi. „Mér finnst það ekki liggja á hreinu hvaðan þessi krafa kemur. Mér finnst eins og krafan um að selja áfengi í matvöruverslunum komi að einhverju leyti frá verslunareigendum en ekki almenningi,“ segir hún og heldur áfram: „Eins og staðan er í dag myndi ég væntanlega sitja hjá eða vera á móti. En málið á auðvitað eftir að fara í aðra umræðu og ég á eftir að skoða betur álit sem gefin hafa verið.“ Brynhildur telur að þjónustan myndi líklega skerðast á landsbyggðinni ef einokun ÁTVR yrði afnumin. „Ef af þessu yrði myndi þjónustan örugglega vera fín á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel á Akureyri þar sem ég bý. En annarsstaðar myndi hún líklega versna. Fólk á landsbyggðinni er mjög ánægt með þá þjónustu sem ÁTVR er að veita.“En ertu ekki með því að segja að ríkið eigi að halda uppi áfengissölu, ef þú telur að hinn frjálsi markaður geti ekki sinnt henni? „Mér finnst það alveg vera rök, að ef maður vill hafa gott aðgengi þá eigi að veita það. Getað fengið flöskur sem maður pantar daginn eftir. Það er ekki hægt að neita því að þjónustan er mjög góð. Og jú ríkið er að veita hana, en er það eitthvað slæmt?“ Brynhildur vill meiri umræðu meðal almennings um málið. „Enginn spurði mig út í þetta fyrir kosningar og ég hef bara séð eina skoðanakönnun um málið. Ef það er rík krafa á meðal almennings að setja þetta yfir í matvöruverslanir, þá finnst mér full ástæða til að skoða þetta.“Fyrir hvað stendur Björt Framtíð ef þau kjósa gegn áfengisfrumvarpinu? Varla frjálslyndi. — Trausti Sigurður (@Traustisig) November 21, 2014Róbert MarshallVísir/gva„Ódýr leið til frjálslyndis“ „Þetta er bundið við persónulega afstöðu hvers og eins þingmanns til þessa máls. Við erum öll sammála því að ríkið eigi helst ekki að standa í sölu á áfengi en flest okkar viljum hafa áfengi áfram í sérverslunum. Við sjáum lítið því til fyrirstöðu að einkaaðilar fái að reka sérverslanir með áfengi,“ segir Róbert Marshall. Hann bendir á að það séu tveir þingmenn flokksins sem styðja frumvarpið. Björt framtíð hafi ákveðið að í þessu máli yrði hver og einn að ákveða fyrir sig hvaða afstöðu hann vildi taka til málsins. Fyrir sitt leyti hefur hann fyrir löngu skilgreint áfengi sem skaðvald sem sé ekki velkominn inn í hans líf. Hver og einn verði hins vegar að taka þá ákvörðun fyrir sig sjálfur. „Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Við styðjum aukið viðskiptafrelsi, niðurfellingu tollmúra, hafta og vörugjalda. Við viljum heilbrigt umhverfi fyrir samkeppni og markað,“ segir Róbert. „Það er ótrúlega ódýr leið að leggja fram eitt frumvarp sem snýr að auknu aðgengi að víni og ætla að titla sig frjálslyndan flokk á meðan þú lætur ríkisstyrki og innflutningshöft í landbúnaði ósnert,“ segir Róbert að lokum.Áfengi er ekki venjuleg smávara, áfengi er eitur. Þarf ríkið að hafa einokun á sölu þess - nei. Frumv. sem sameinar þetta tvennt fær mitt atkv — Heiða Kristín (@heidabest) November 21, 2014Páll Valur Björnssonvísir/vilhelm„Skólabókardæmi um þjóðaratkvæðagreiðslumál“ „Ég er ekki á móti endurskoðun á löggjöfinni en ég er alfarið á móti frumvarpinu eins og það stendur núna,“ segir Páll Valur Björnsson. „Þegar ég hugsaði út í þetta fyrst fannst mér það eðlilegt skref að auka á frjálslyndið en eftir því sem ég hef kynnt mér málið meir hef ég orðið andvígari því og sannfærðist endanlega eftir að ég sá fyrirlestur David Nutt. Ég vil ekki sjá áfengi í stórmörkuðum.“ Sjálfur sé hann óvirkur alkóhólisti og hafi verið það í sautján ár. Hann bendir á að áfengi sé valdur að á annað hundrað sjúkdóma, auki heimilisofbeldi og að á ári hverju sé áfengi beinn eða óbeinn valdur að dauða 3,3 milljóna manna. Fyrir sitt leyti muni hann ekki styðja frumvarpið. Í desember á síðasta ári hafi hér á landi verið samþykkt áfengisstefna þar sem fram kemur að eigi einmitt ekki að auka aðgengi að áfengi og það sé í samræmi við það sem er í gangi í öðrum Evrópulöndum. „Þetta er hinsvegar skólabókadæmi um mál sem þjóðin ætti að fá að ákveða sjálf. Ég vil auka beint lýðræði og mér finnst kominn tími á eina stóra þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem yrði til dæmis kosið um Evrópusambandið, klukkubreytinguna, aukið aðgengi að áfengi, flugvöllinn. Öll þessi mál sem hafa klofið þjóðina í gegnum árin.“
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira