Elín Hirst gerði athugasemdir við ummæli forseta Íslands Stefán Árni Pálsson skrifar 20. mars 2014 13:54 Elín sagðist ekki fá betur séð en að ummæli Norðmannsins væru í samræmi við stefnu norskra stjórnvalda. mynd/valli Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðunni um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál á Alþingi í dag að hún gerði athugasemdir við ummæli forseta Íslands við norska aðstoðarráðherrann. „Ég var ánægð með það að heyra hversu skýr afstaða utanríkisráðherra og ríkisstjórnarinnar er varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, en á sama hátt og ég taldi rétt að íslenskir ráðherrar tækju þátt í Ólympíuleikunum í Sotsjí og nýttu hvert tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þá tel ég það sama gilda innan Norðurskautsráðsins og þess vegna geri ég athugasemdir við ummæli forseta Íslands gagnvart norska aðstoðarráðherranum,“ sagði Elín á þinginu í dag. Elín sagðist ekki fá betur séð en að ummæli Norðmannsins væru í samræmi við stefnu norskra stjórnvalda. Hún sagðist því ekki skilja hvað forseti Íslands hefði með það að gera að reyna að átelja aðstoðarráðherrann fyrir ummæli sín. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu í gær. Því næst spurði Elín Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, um samskipti hans við forseta Íslands sem utanríkisráðherra og hvort Össur teldi tilefni til að gera breytingar á stjórnarskrá til að skýra stöðu Forseta Íslands. Össur svaraði því játandi og sagði: „Í þeim umræðum sem hafa farið fram hér og utan þings um nauðsyn þess að breyta stjórnarskrá þá hefur þessi þáttur einmitt verið undir og var þetta það sem flokkar lögðu megináherslu á þegar reynt var að breyta stjórnarskránni á fyrsta áratug þessara aldar og einnig á síðasta kjörtímabili.“ Össur sagði að það væri mikil þörf á því að hafa það mun afmarkaðra og skýrt með hvað hætti forsetinn getur tjáð sig og um hvað. „Það er stund og staður fyrir allt. Allt hefur pólitíska merkingu og það á að vera ríkisstjórnin sem á að hafa síðasta orðið um það hvernig þeir sem eru fulltrúar Íslands tjá sig á erlendri grundu og heima." Hér að neðan má sjá samskipti Össurar og Elínar á Alþingi í dag. Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðunni um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál á Alþingi í dag að hún gerði athugasemdir við ummæli forseta Íslands við norska aðstoðarráðherrann. „Ég var ánægð með það að heyra hversu skýr afstaða utanríkisráðherra og ríkisstjórnarinnar er varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, en á sama hátt og ég taldi rétt að íslenskir ráðherrar tækju þátt í Ólympíuleikunum í Sotsjí og nýttu hvert tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þá tel ég það sama gilda innan Norðurskautsráðsins og þess vegna geri ég athugasemdir við ummæli forseta Íslands gagnvart norska aðstoðarráðherranum,“ sagði Elín á þinginu í dag. Elín sagðist ekki fá betur séð en að ummæli Norðmannsins væru í samræmi við stefnu norskra stjórnvalda. Hún sagðist því ekki skilja hvað forseti Íslands hefði með það að gera að reyna að átelja aðstoðarráðherrann fyrir ummæli sín. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu í gær. Því næst spurði Elín Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, um samskipti hans við forseta Íslands sem utanríkisráðherra og hvort Össur teldi tilefni til að gera breytingar á stjórnarskrá til að skýra stöðu Forseta Íslands. Össur svaraði því játandi og sagði: „Í þeim umræðum sem hafa farið fram hér og utan þings um nauðsyn þess að breyta stjórnarskrá þá hefur þessi þáttur einmitt verið undir og var þetta það sem flokkar lögðu megináherslu á þegar reynt var að breyta stjórnarskránni á fyrsta áratug þessara aldar og einnig á síðasta kjörtímabili.“ Össur sagði að það væri mikil þörf á því að hafa það mun afmarkaðra og skýrt með hvað hætti forsetinn getur tjáð sig og um hvað. „Það er stund og staður fyrir allt. Allt hefur pólitíska merkingu og það á að vera ríkisstjórnin sem á að hafa síðasta orðið um það hvernig þeir sem eru fulltrúar Íslands tjá sig á erlendri grundu og heima." Hér að neðan má sjá samskipti Össurar og Elínar á Alþingi í dag.
Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira