Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í fjóra daga en samninganefnd ríkisins, Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum funda aftur í dag í húsi ríkissáttasemjara.
Ekki hefur náðst samkomulag í viðræðunum en mikill munur er á milli krafna kennara um kjör og því tilboði sem ríkið hefur sett fram en kennarar óska eftir 16-17 prósent hækkun.
Þrettán ár eru síðan framhaldsskólakennarar fóru síðast í verkfall en það stóð yfir í átta vikur.
Innlent