Tveir raforkusölusamningar í byrjun viku Svavar Hávarðsson skrifar 20. mars 2014 08:46 Helguvík Það liggur endanlega fyrir í lok maí hvort United Silicon byggir kísilver í Helguvík. Fréttablaðið/GVA Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli. Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli.
Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira