Vilja efla vitund um vistvæna hönnun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 10:00 Róshildur "Ég hef ekki fundið neinn í heiminum sem vinnur með beinin á sama hátt og ég, sem betur fer,“ segir hún. Fréttablaðið/Pjetur Róshildur segir ekki aðeins um leikföng að ræða úr fiskbeinunum heldur höfði efnið til fólks á öllum aldri.Fréttablaðið/Pjetur „Hugmyndin með sýningunni Shop Show er sú að efla vitund um vistvæna hönnun fyrir framtíðina. Þar eru valdar vörur úr efniviði sem gjarnan er að finna í heimahögum hönnuðanna,“ segir Róshildur Jónsdóttir. Hún er einn þeirra norrænu hönnuða sem eiga muni á sýningunni Shop Show sem opnuð verður á efri hæð Hafnarborgar í Hafnarfirði á laugardaginn. Sýningin á líka að opna augun fyrir ábyrgð neytenda þegar þeir velja vörur, að sögn Róshildar. „Ef allir hefðu sömu neysluvenjur og Íslendingar núna þyrftum við sjö hnetti. Við Vesturlandabúar munum ekki geta haldið svona áfram,“ segir hún ákveðin. Róshildur er þekkt fyrir hönnun og vöruþróun leikfanga og skrautmuna úr fiskibeinum. „Ég nota fiskhausa sem ekki eru nýttir hér á landi í dag nema í mjöl og ég er að margfalda virði þeirra,“ bendir hún á. Hún segir ótrúlega stutt síðan við virtum skepnuna mun meira en nú. Bara 50-100 ár. „Beinin voru leikföng og smíðaefni, dýrmætur efniviður af því við áttum ekki mikið, en nú eru öll bein grafin í jörð í þúsunda tonna vís. Við misstum tengingu við þetta efni í nærumhverfinu með tilkomu fjöldaframleiðslu úr plasti,“ segir hún. Minnist líka á offramleiðslu heimsins á fatnaði með ódýru vinnuafli við stórvarasamar aðstæður. „Við erum komin út á ystu nöf og verðum að fara að breyta hugsunarhættinum,“ segir Róshildur sem er með vefsíðuna hugdetta.com þar sem hún kynnir vörur sínar og heimssýn.Vörurnar á Shop Show eru gerðar úr vistvænum efniviði og gjarnan úr heimahögum hönnuðanna.Mynd/Helga SteppanÁsamt Róshildi sýnir hönnunarteymið Vík Prjónsdóttir á Shop Show. Það hannar vörur úr íslenskri ull sem notið hafa mikilla vinsælda. Sýningin er unnin af Form Design Center í Malmö og ferðast um Norðurlöndin. Í Hafnarborg er henni fylgt úr hlaði með veglegri dagskrá þar sem viðfangsefni hennar eru krufin, meðal annars með samtölum við hönnuðina Petru Lilju, Brynhildi Pálsdóttur og Róshildi. Bæði Shop Show og Hnallþóra í sólinni eru hluti af HönnunarMars 2014, enda liggur líka áhugaverð hönnun eftir listamanninn svissneska Dieter Roth. HönnunarMars Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Róshildur segir ekki aðeins um leikföng að ræða úr fiskbeinunum heldur höfði efnið til fólks á öllum aldri.Fréttablaðið/Pjetur „Hugmyndin með sýningunni Shop Show er sú að efla vitund um vistvæna hönnun fyrir framtíðina. Þar eru valdar vörur úr efniviði sem gjarnan er að finna í heimahögum hönnuðanna,“ segir Róshildur Jónsdóttir. Hún er einn þeirra norrænu hönnuða sem eiga muni á sýningunni Shop Show sem opnuð verður á efri hæð Hafnarborgar í Hafnarfirði á laugardaginn. Sýningin á líka að opna augun fyrir ábyrgð neytenda þegar þeir velja vörur, að sögn Róshildar. „Ef allir hefðu sömu neysluvenjur og Íslendingar núna þyrftum við sjö hnetti. Við Vesturlandabúar munum ekki geta haldið svona áfram,“ segir hún ákveðin. Róshildur er þekkt fyrir hönnun og vöruþróun leikfanga og skrautmuna úr fiskibeinum. „Ég nota fiskhausa sem ekki eru nýttir hér á landi í dag nema í mjöl og ég er að margfalda virði þeirra,“ bendir hún á. Hún segir ótrúlega stutt síðan við virtum skepnuna mun meira en nú. Bara 50-100 ár. „Beinin voru leikföng og smíðaefni, dýrmætur efniviður af því við áttum ekki mikið, en nú eru öll bein grafin í jörð í þúsunda tonna vís. Við misstum tengingu við þetta efni í nærumhverfinu með tilkomu fjöldaframleiðslu úr plasti,“ segir hún. Minnist líka á offramleiðslu heimsins á fatnaði með ódýru vinnuafli við stórvarasamar aðstæður. „Við erum komin út á ystu nöf og verðum að fara að breyta hugsunarhættinum,“ segir Róshildur sem er með vefsíðuna hugdetta.com þar sem hún kynnir vörur sínar og heimssýn.Vörurnar á Shop Show eru gerðar úr vistvænum efniviði og gjarnan úr heimahögum hönnuðanna.Mynd/Helga SteppanÁsamt Róshildi sýnir hönnunarteymið Vík Prjónsdóttir á Shop Show. Það hannar vörur úr íslenskri ull sem notið hafa mikilla vinsælda. Sýningin er unnin af Form Design Center í Malmö og ferðast um Norðurlöndin. Í Hafnarborg er henni fylgt úr hlaði með veglegri dagskrá þar sem viðfangsefni hennar eru krufin, meðal annars með samtölum við hönnuðina Petru Lilju, Brynhildi Pálsdóttur og Róshildi. Bæði Shop Show og Hnallþóra í sólinni eru hluti af HönnunarMars 2014, enda liggur líka áhugaverð hönnun eftir listamanninn svissneska Dieter Roth.
HönnunarMars Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira