Innlent

Sundlaugavörður kom barni til bjargar

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Barnið var í erfiðleikum í djúpa enda laugarinnar.
Barnið var í erfiðleikum í djúpa enda laugarinnar. VÍSIR/VALLI
„Þetta fór eins vel og hægt var,“ segir Ævar Jóhannesson sem kom fimm til sex ára gamalli stúlku til hjálpar í sundlauginni á Hofsósi síðdegis í gær. „ Þegar ég sá hana átti hún í stökustu erfiðleikum að halda sér á yfirborðinu.“ Þetta kom fram á Feykir.is

Barnið hafði laumast frá foreldrum sínum og farið í djúpa enda laugarinnar en þar hafi barnið komist í erfiðleika. Ævar stakk sér þá í laugina og kom stúlkunni úr lauginni.

Ævar segir mikilvægt fyrir alla sundlaugargesti, foreldra og starfsmenn að vera vel á verði þegar ung börn séu annars vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×