Erlent

Skipstjórinn grét um borð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Heimsókn skipsstjórans vakti mikla athygli fjölmiðla og almennings.
Heimsókn skipsstjórans vakti mikla athygli fjölmiðla og almennings. vísir/afp
Francesco Schettino, skipstjóra skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, var hleypt um borð í flak skipsins í dag í fyrsta sinn eftir að skipið strandaði í janúar 2012.

32 týndu lífi þegar skipið strandaði á skeri skammt undan strönd eyjunnar Giglio á Ítalíu og á Schettino yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann sakfelldur. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að fara frá borði áður en farþegum hafði verið bjargað. Schettino neitar sök í málinu.

Dómarinn Giovanni Puliatti segir Schettino hafa fengið að fara um borð vegna stöðu sinnar sem sakborningur en ekki sem ráðgjafi. Sjónarvottar segja Schettino hafa grátið þegar hann steig um borð.

Costa Concordia lá á hliðinni á strandstað í meira en eitt og hálft ár þar til björgunarmönnum tókst að rétta það við í september í fyrra. Skipið verður dregið burt og rifið niður í brotajárn.

Flakið eins og það lítur út í dag.vísir/afp
Skipið lá á hliðinni í meira en eitt og hálft ár.vísir/afp
Sjónvarpsfrétt Al Jazeera Stutt heimildarmynd frá ABC um skipsstrandið

Tengdar fréttir

Réttarhöld yfir skipstjóra hefjast í júlí

Skipstjóri Costa Concordia skemmtiferðaskipsins, sem strandaði við eyjuna Giglio við Ítalíustrendur í byrjun síðasta árs, verður sóttur til saka fyrir manndráp, að valda strandinu og að hafa yfirgefið skipið á meðan farþegar og starfsfólk var þar enn. Dómari samþykkti þessa kröfu saksóknara í málinu í gær, en verjandi mannsins vildi semja án réttarhalda.

Björgunaraðgerðum hætt í Costa Concordia

Björgunaraðgerðum hefur verið hætt í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem liggur á hliðinni undan ströndum Ítalíu. Skipið hefur færst úr stað og því er ekki talið óhætt fyrir björgunarmenn að athafna sig í því.

Skipstjóri segist hafa bjargað þúsundum eftir strandið

Framferði skipstjóra skemmtiferðaskipsins Costa Concordia á strandstað síðastliðinn föstudag harðlega gagnrýnt. „Fyrirlitlegur heigulsháttur“ segir kennari við skóla strandgæslunnar. Alls 21 enn saknað eftir strandið.

Kafteinn klúður: Myndband sýnir aðgerðarleysi skipstjórans

Myndband sem sýnir viðbrögð skipstjóra skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíu um miðjan janúar, hefur nú verið birt. Á myndbandinu sést að skipstjórinn lætur sér fátt um finnast og fyrirskipar ekki rýmingu skipsins fyrr en löngu eftir að það strandaði.

Farþegar Costa Concordia fá skaðabætur

Ítalska fyrirtækið sem á skemmtiferðaskipið Costa Concordia mun greiða farþegum skipsins 11.000 evrur í skaðabætur eftir að skipið strandaði undan vesturströnd Ítalíu.

Skipstjórinn með þeim fyrstu sem flúði frá borði

Ekki er vitað um sex starfsmenn og ellefu farþega ítalska skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, sem strandaði við eyjuna Grigio aðfaranótt laugardags. Alls er því leitað að sautján manns í skemmtiferðaskipinu, en staðfest hefur verið að þrír hafi látist þegar skipið strandaði.

Óttast að 35 hafi látið lífið um borð í Costa Concordia

Svo virðist sem ítölsk yfirvöld hafi ekki yfirlit yfir hve margir farþegar voru um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia þegar það strandaði um síðustu helgi. Nú er tala þeirra sem saknað er komin í 29 manns og því gætu að allt að 35 manns hafa látið lífið í strandinu.

Vitnaleiðslur vegna Costa Concordia hafnar

Vitnaleiðslur vegna strands skemmtiferðaskipsins Costa Concordia hófust á Ítalíu í gær. Francesco Schettino, skipstjóri skipsins, neitar ásökunum um manndráp af gáleysi.

Costa Concordia komið á réttan kjöl

Í nótt tókst að rétta við skemmtiferðaskipið, sem legið hefur á hlið á strandstað við strendur Toskanahéraðs í 20 mánuði.

„Því er haldið fram að ég sé verri en Osama bin Laden"

„Því er haldið fram að ég sé verri en Osama bin Laden." Þetta sagði Francesco Schettino, fyrrverandi skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia sem strandaði undan strönd Toskana á Ítalíu í janúar á síðasta ári.

"Þetta var eins og atriði úr Titanic."

Ótrúlegar ljósmyndir sýna brottflutning farþega úr skemmtiferðaskipinu Costa Concordia eftir að skipið strandaði undan vesturströnd Ítalíu 13. janúar síðastliðinn.

Skipstjóri Concordia snæddi með ballerínu stuttu fyrir strand

Lögregluyfirvöld á Ítalíu leita nú ungrar konu í tengslum við strand skemmtiferðaskipsins Costa Concordia. Konan er 25 ára og er þekkt ballettdansmær. Talið er að hún og skipstjóri Concordia hafi snætt saman stuttu áður en skipið strandaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×