Gjóður vekur athygli á Siglufirði Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2014 13:39 Steingrímur, áttræður áhugaljósmyndari, sat fyrir fuglinum í fjóra tíma og það borgaði sig. Steingrímur Kristinsson Steingrímur Kristinsson er áttræður, Siglfirðingur í húð og hár og áhugaljósmyndari til sextíu ára. Þannig er að gjóður nokkur hafði komið sér fyrir á Siglufirði og vakið verulega athygli bæjarbúa. Hann veiðir í Holsá og fer svo jafnan með bráð sína, silung, á staur þar sem hann gæðir sér á nýveiddu fiskmetinu. „Ég sat rúma fjóra tíma fyrir honum, beið þangað til hann kom á staurinn þar sem hann er vanur að koma á. Gaman að því. Margir sem vita af þessum stað, hann kemur þarna reglulega, minnsta kosti fjórum sinnum á dag, þangað sem hann kemur með bráð sína. Hann étur mikið. hann er búinn að vera hér nú á þriðju viku. Síðan fyrst sást til hans,“ segir Steingrímur sem hefur lengi fengist við ljósmyndun, hefur tekið myndir daglega í sextíu ár og heldur úti myndarlegri síðu á netinu, sk21.is, þar sem finna má ókjör mynda frá Siglufirði. Fleiri myndir af gjóðnum góða má sjá hér. Steingrímur lætur hvergi deigan síga þó áttræður sé. „Nei, ég hef engan tíma í það.“ Og hann tekur myndir sem aldrei fyrr.Steingrímur Kristinsson lét sig ekki muna um að sitja fyrir fiskierninum í fjóra klukkutíma til að ná góðum myndum.Sóknapresturinn er fuglafræðingur Steingrímur segir mjög gaman að fylgjast með fuglinum sem er frábær veiðifugl og getur, að sögn Steingríms, kafað á allt að tveggja metra dýpi eftir bráð sinni. „Sóknarpresturinn okkar, Sigurður Ægisson, segir að þetta sé kvenfugl en hann er sá fyrsti sem náði góðum myndum af honum, meðal annars á flugi. Hann er fuglafræðingur og þekkir vel til og segir af þessum fugli á siglfirdingur.is.Kristinn Skarphéðinsson er fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og segir um að ræða fugl sem ekki er örn, heldur er hann af sérstakri ætt, gjóðaætt. Og er eini fuglinn í ættinni. Hann var kallaður fiskiörn í gamla daga. Fiskiveiðari. Osprey. „Þetta er ránfugl sem verpir reyndar um allan heim, útbreiddur og flækist hingað stundum, bæði vestan að og austan. Aðallega frá Evrópu. Hér hafa afa náðst fuglar sem voru aldir upp í Skotalandi. Þessi tegund hefur sést hér 20 til 30 í gegnum tíðina og þar af þrír í haust og það er með allra mesta móti á einu ári.“Ofsóttur og við útrýmingu Kristinn segir þessa tegund hafa verið í útrýmingarhættu vegna eituráhrifa í náttúrunni auk þess sem hann var ofsóttur um miðja síðustu öld. „Þessi klassísku vandamál ránfugla. Það þótti mikil frétt þegar fyrsti gjóðurinn verpti svo aftur fyrir um fimmtíu árum, í Skotlandi. Hann er nú flaggskip fyrir náttúruvernd. Fuglinn hefur verið að endurheimta sín fornu óðul og eru í uppgangi víða um heim.“ Glæsilegt er að sjá gjóðinn veiða, og þessi fugl á Siglufirði virðist sannkölluð fyrirsæta. „En, hann gæti verið í slæmum málum, hann á að vera á leið til Afríku, og þyrfti að fara að drífa sig áður en fer að snjóa meira og frysta,“ segir Kristinn hjá Náttúrufræðistofnun. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Steingrímur Kristinsson er áttræður, Siglfirðingur í húð og hár og áhugaljósmyndari til sextíu ára. Þannig er að gjóður nokkur hafði komið sér fyrir á Siglufirði og vakið verulega athygli bæjarbúa. Hann veiðir í Holsá og fer svo jafnan með bráð sína, silung, á staur þar sem hann gæðir sér á nýveiddu fiskmetinu. „Ég sat rúma fjóra tíma fyrir honum, beið þangað til hann kom á staurinn þar sem hann er vanur að koma á. Gaman að því. Margir sem vita af þessum stað, hann kemur þarna reglulega, minnsta kosti fjórum sinnum á dag, þangað sem hann kemur með bráð sína. Hann étur mikið. hann er búinn að vera hér nú á þriðju viku. Síðan fyrst sást til hans,“ segir Steingrímur sem hefur lengi fengist við ljósmyndun, hefur tekið myndir daglega í sextíu ár og heldur úti myndarlegri síðu á netinu, sk21.is, þar sem finna má ókjör mynda frá Siglufirði. Fleiri myndir af gjóðnum góða má sjá hér. Steingrímur lætur hvergi deigan síga þó áttræður sé. „Nei, ég hef engan tíma í það.“ Og hann tekur myndir sem aldrei fyrr.Steingrímur Kristinsson lét sig ekki muna um að sitja fyrir fiskierninum í fjóra klukkutíma til að ná góðum myndum.Sóknapresturinn er fuglafræðingur Steingrímur segir mjög gaman að fylgjast með fuglinum sem er frábær veiðifugl og getur, að sögn Steingríms, kafað á allt að tveggja metra dýpi eftir bráð sinni. „Sóknarpresturinn okkar, Sigurður Ægisson, segir að þetta sé kvenfugl en hann er sá fyrsti sem náði góðum myndum af honum, meðal annars á flugi. Hann er fuglafræðingur og þekkir vel til og segir af þessum fugli á siglfirdingur.is.Kristinn Skarphéðinsson er fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og segir um að ræða fugl sem ekki er örn, heldur er hann af sérstakri ætt, gjóðaætt. Og er eini fuglinn í ættinni. Hann var kallaður fiskiörn í gamla daga. Fiskiveiðari. Osprey. „Þetta er ránfugl sem verpir reyndar um allan heim, útbreiddur og flækist hingað stundum, bæði vestan að og austan. Aðallega frá Evrópu. Hér hafa afa náðst fuglar sem voru aldir upp í Skotalandi. Þessi tegund hefur sést hér 20 til 30 í gegnum tíðina og þar af þrír í haust og það er með allra mesta móti á einu ári.“Ofsóttur og við útrýmingu Kristinn segir þessa tegund hafa verið í útrýmingarhættu vegna eituráhrifa í náttúrunni auk þess sem hann var ofsóttur um miðja síðustu öld. „Þessi klassísku vandamál ránfugla. Það þótti mikil frétt þegar fyrsti gjóðurinn verpti svo aftur fyrir um fimmtíu árum, í Skotlandi. Hann er nú flaggskip fyrir náttúruvernd. Fuglinn hefur verið að endurheimta sín fornu óðul og eru í uppgangi víða um heim.“ Glæsilegt er að sjá gjóðinn veiða, og þessi fugl á Siglufirði virðist sannkölluð fyrirsæta. „En, hann gæti verið í slæmum málum, hann á að vera á leið til Afríku, og þyrfti að fara að drífa sig áður en fer að snjóa meira og frysta,“ segir Kristinn hjá Náttúrufræðistofnun.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira