Lewandowski: Skotar okkar helsti keppninautur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2014 16:30 Lewandowski gekk til liðs við Bayern München frá Borussia Dortmund í sumar. Vísir/Getty Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur varað landa sína við ofmati eftir 2-0 sigur Póllands á Þýskalandi á sunnudaginn í D-riðli undankeppni EM 2016. Þetta var fyrsti sigur Póllands á Þýskalandi í 19 tilraunum, en Aradiusz Milik og Sebastian Mila skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Stadion Narodowy í Varsjá. Pólverjar taka á móti Skotum í sínum þriðja leik í riðlinum á morgun. Lewandowski, sem leikur með Bayern München, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur. „Við unnum sögulegan sigur gegn Þýskalandi, en við fengum bara þrjú stig. Ef við töpum á móti Skotlandi fáum við aðeins þrjú stig út úr tveimur leikjum sem er ekki nógu mikið,“ sagði markahrókurinn. „Það er ekkert leyndarmál að Þýskaland mun vinna riðilinn auðveldlega, en Skotar eru okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum. Þess vegna er mikilvægt að vinna leikinn á morgun.“Zbigniew Boniek, forseti pólska knattspyrnusambandsins og fyrrverandi leikmaður, tók undir með Lewandowski. „Það voru nokkrir einstaklingar sem stóðu sig frábærlega gegn Þýskalandi og hinir leikmennirnir börðust hetjulega fyrir stigunum. En nú er komið að Skotaleiknum. Leyfum stuðningsmönnunum að njóta sigursins á laugardaginn, en leikmennirnir hafa ekki tíma fyrir það,“ sagði Boniek, sem skoraði 24 mörk í 80 landsleikjum, og bætti við: „Við megum ekki halda að við séum orðnir frábærir, því við erum það ekki. Við verðum að vera auðmjúkir og einbeita okkur að leiknum erfiða gegn Skotlandi.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur varað landa sína við ofmati eftir 2-0 sigur Póllands á Þýskalandi á sunnudaginn í D-riðli undankeppni EM 2016. Þetta var fyrsti sigur Póllands á Þýskalandi í 19 tilraunum, en Aradiusz Milik og Sebastian Mila skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Stadion Narodowy í Varsjá. Pólverjar taka á móti Skotum í sínum þriðja leik í riðlinum á morgun. Lewandowski, sem leikur með Bayern München, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur. „Við unnum sögulegan sigur gegn Þýskalandi, en við fengum bara þrjú stig. Ef við töpum á móti Skotlandi fáum við aðeins þrjú stig út úr tveimur leikjum sem er ekki nógu mikið,“ sagði markahrókurinn. „Það er ekkert leyndarmál að Þýskaland mun vinna riðilinn auðveldlega, en Skotar eru okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum. Þess vegna er mikilvægt að vinna leikinn á morgun.“Zbigniew Boniek, forseti pólska knattspyrnusambandsins og fyrrverandi leikmaður, tók undir með Lewandowski. „Það voru nokkrir einstaklingar sem stóðu sig frábærlega gegn Þýskalandi og hinir leikmennirnir börðust hetjulega fyrir stigunum. En nú er komið að Skotaleiknum. Leyfum stuðningsmönnunum að njóta sigursins á laugardaginn, en leikmennirnir hafa ekki tíma fyrir það,“ sagði Boniek, sem skoraði 24 mörk í 80 landsleikjum, og bætti við: „Við megum ekki halda að við séum orðnir frábærir, því við erum það ekki. Við verðum að vera auðmjúkir og einbeita okkur að leiknum erfiða gegn Skotlandi.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38