Erlent

Ebóla umfangsmeiri en við var búist

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Helstu smitsjúkdómasérfræðingar heimsins gerðu sér ekki grein fyrir því hve umfangsmikil útbreiðsla ebólufaraldursins í Vestur-Afríku væri. Þetta segir Chris Dye hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Hann segir að aðstoð alþjóðasamfélagsins hjálpi til í Afríku, en nauðsynlegt sé að halda henni áfram.

Rúmlega 3.860 manns hafa látist vegna veirunnar og þá að mestu í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Þar á meðal eru rúmlega tvö hundruð heilbrigðisstarfsmenn.

Chris Dye segir BBC að þótt erfitt væri að segja til um hve mikil útbreiðslan væri í raun og veru, sé nauðsynlegt að horfa til framtíðar.

„Við höfum beðið um sirka milljarð dala, en enn sem komið er höfum við fengið um 300 milljónir. Þó er búið að heita meira fé. Þetta er um helmingur þess sem þarf en upphæðin er alltaf að hækka.“

Læknar án landamæra vöruðu við útbreiðslu veirunnar í apríl, en WHO sagði þetta ekki vera faraldur né væri þetta einstakt.

„Við þurfum að fara varlega í að skilgreina eitthvað sem enn eru stök atvik,“ sagði Gregory Hartl, talsmaður WHO í apríl.


Tengdar fréttir

Óttast útbreiðslu ebólu

Belgískur læknir, sem uppgötvaði ebólu-veiruna árið 1976, segist óttast ólýsanlegar hörmungar á alheimsvísu nái ebóla að stökkbreytast og breiðast út víðar um heim. Hér á landi er verið að setja saman viðbragðshóp sem tekur til starfa komi upp smit hér á landi.

Ebólufaraldurinn í mikilli sókn

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi frá sér viðvörun í gærkvöldi vegna ebólufaraldursins í Vestur Afríku þar sem sagði að sjúkdómurinn hefði skotið föstum rótum í höfuðborgum ríkjanna þriggja, Gíneu, Síerra Leoné og Líberíu.

Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu

Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út.

Flestir hafa brugðist seint við

„Fólkið okkar er að deyja,“ segir Ernest Bai Koroma, forseti Síerra Leóne, og óskar eftir aðstoð umheimsins við baráttuna gegn ebólufaraldrinum í vestanverðri Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×