Fjörutíu nefndir starfa á vegum Sigmundar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. október 2014 11:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er forsætisráðherra og yfir nefndunum. Margar nefndanna eru fastanefndir. Vísir / Daníel Fjörutíu nefndir starfa eða hafa starfað á vegum forsætisráðuneytisins frá kosningum. Kostnaður við þessar nefndir hefur verið rúmlega 92 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis.Verkefnanefndir fyrirferðamestar Flestar nefndanna eru verkefnanefndir sem skipaðar eru af ráðherra. Þar á meðal er til að mynda ráðgjafanefnd um afnám hafta, sérfræðingahópur um afnám verðtryggðar af neytendalánum og starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Alls hafa 23 verkefnanefndir verið við störf á tímabilinu en þrjár hafa lokið störfum. Tuttugu eru því starfandi enn í dag en sex þeirra eru ótímabundnar.Sautján ráðherra- og fastanefndir Sex ráðherranefndir starfa á vegum forsætisráðuneytisins og eru þær allar ótímabundnar. Þar á meðal eru nefndir um efnahagsmál, jafnrétti kynja og ríkisfjármál. Enginn sérstakur kostnaður hefur fallið til vegna starfa þeirra samkvæmt yfirliti forsætisráðuneytisins. Til viðbótar þessu starfa ellefu fastanefndir eða lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins. Þar er til að mynda óbyggðanefnd, sem kostað hefur 22 milljónir króna á tímabilinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem kostað hefur tæpar átta milljónir, og Þingvallanefnd.Verðtryggingarnefndin dýrust Í yfirlitinu kemur fram að sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum sé dýrasta nefndin sem skipuð hefur verið frá kosningum. Kostnaðurinn við hana nam rúmum 32 milljónum króna en hún lauk störfum á síðasta ári. Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins sem fólu í sér að takmörkun á heimildum til að veita verðtryggð lán, meðal annars bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til 40 ára, en ekki afnám verðtryggingar, líkt og lagt var upp með.Þetta eru nefndirnar sem starfa á vegum forsætisráðuneytisins:Ráðherranefnd um efnahagsmál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um jafnrétti kynja - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um lýðheilsumál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um málefni norðurslóða - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um ríkisfjármál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna - (Ráðherranefnd)Almannavarna- og öryggismálaráð - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Nefnd um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 11.66.242 krónurOrðunefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Óbyggðanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 22.298.810 krónurRáðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 123.290 krónurÚrskurðarnefnd um upplýsingamál - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 7.827.380 krónurVísinda- og tækniráð 2012 - 2015 - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 136.538 krónurÞingvallanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Jafnréttissjóður - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 851.655 krónurFastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera - (Verkefnanefnd)Hagræðingarhópur ráðherranefndar um ríkisfjármál - (Verkefnanefnd) - 784.798 krónurMálnefnd Stjórnarráðsins - (Verkefnanefnd)Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum - (Verkefnanefnd)Norðvesturnefnd - (Verkefnanefnd)Ráðgjafarnefnd um afnám hafta - (Verkefnanefnd) - 19.603.519 krónurRitnefnd forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta - (Verkefnanefnd)Samráðshópur um aukna hagsæld - (Verkefnanefnd) - 164.950 krónurSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum - (Verkefnanefnd) - 32.209.191 krónurSérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs - (Verkefnanefnd)Starfshópur um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum í kjölfar náttúruhamfara - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda - (Verkefnanefnd)Starfshópur um valkosti við brotaforðakerfi - (Verkefnanefnd) - 2.753.000 krónurStarfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins - (Verkefnanefnd)Stjórnarskrárnefnd - (Verkefnanefnd) - 3.278.911 krónurStýrihópur um framkvæmd EES-samninginn - (Verkefnanefnd)Verðtryggingarvaktin (undirhópur ráðherranefndar um úrslausnir í skuldamálum heimilanna) - (Verkefnanefnd)Verkefnisstjórn um græna hagkerfið - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um árleg hátíðarhöld á 17. júní - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir ríkisins - (Verkefnanefnd) - 962.500 krónurNefnd um sjálfvirkar verðlagshækkanir - (Verkefnanefnd)Samráðshópur ráðuneytisstjóra um náttúruvá - (Verkefnanefnd) Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Fjörutíu nefndir starfa eða hafa starfað á vegum forsætisráðuneytisins frá kosningum. Kostnaður við þessar nefndir hefur verið rúmlega 92 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis.Verkefnanefndir fyrirferðamestar Flestar nefndanna eru verkefnanefndir sem skipaðar eru af ráðherra. Þar á meðal er til að mynda ráðgjafanefnd um afnám hafta, sérfræðingahópur um afnám verðtryggðar af neytendalánum og starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Alls hafa 23 verkefnanefndir verið við störf á tímabilinu en þrjár hafa lokið störfum. Tuttugu eru því starfandi enn í dag en sex þeirra eru ótímabundnar.Sautján ráðherra- og fastanefndir Sex ráðherranefndir starfa á vegum forsætisráðuneytisins og eru þær allar ótímabundnar. Þar á meðal eru nefndir um efnahagsmál, jafnrétti kynja og ríkisfjármál. Enginn sérstakur kostnaður hefur fallið til vegna starfa þeirra samkvæmt yfirliti forsætisráðuneytisins. Til viðbótar þessu starfa ellefu fastanefndir eða lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins. Þar er til að mynda óbyggðanefnd, sem kostað hefur 22 milljónir króna á tímabilinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem kostað hefur tæpar átta milljónir, og Þingvallanefnd.Verðtryggingarnefndin dýrust Í yfirlitinu kemur fram að sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum sé dýrasta nefndin sem skipuð hefur verið frá kosningum. Kostnaðurinn við hana nam rúmum 32 milljónum króna en hún lauk störfum á síðasta ári. Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins sem fólu í sér að takmörkun á heimildum til að veita verðtryggð lán, meðal annars bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til 40 ára, en ekki afnám verðtryggingar, líkt og lagt var upp með.Þetta eru nefndirnar sem starfa á vegum forsætisráðuneytisins:Ráðherranefnd um efnahagsmál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um jafnrétti kynja - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um lýðheilsumál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um málefni norðurslóða - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um ríkisfjármál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna - (Ráðherranefnd)Almannavarna- og öryggismálaráð - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Nefnd um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 11.66.242 krónurOrðunefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Óbyggðanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 22.298.810 krónurRáðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 123.290 krónurÚrskurðarnefnd um upplýsingamál - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 7.827.380 krónurVísinda- og tækniráð 2012 - 2015 - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 136.538 krónurÞingvallanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Jafnréttissjóður - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 851.655 krónurFastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera - (Verkefnanefnd)Hagræðingarhópur ráðherranefndar um ríkisfjármál - (Verkefnanefnd) - 784.798 krónurMálnefnd Stjórnarráðsins - (Verkefnanefnd)Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum - (Verkefnanefnd)Norðvesturnefnd - (Verkefnanefnd)Ráðgjafarnefnd um afnám hafta - (Verkefnanefnd) - 19.603.519 krónurRitnefnd forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta - (Verkefnanefnd)Samráðshópur um aukna hagsæld - (Verkefnanefnd) - 164.950 krónurSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum - (Verkefnanefnd) - 32.209.191 krónurSérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs - (Verkefnanefnd)Starfshópur um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum í kjölfar náttúruhamfara - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda - (Verkefnanefnd)Starfshópur um valkosti við brotaforðakerfi - (Verkefnanefnd) - 2.753.000 krónurStarfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins - (Verkefnanefnd)Stjórnarskrárnefnd - (Verkefnanefnd) - 3.278.911 krónurStýrihópur um framkvæmd EES-samninginn - (Verkefnanefnd)Verðtryggingarvaktin (undirhópur ráðherranefndar um úrslausnir í skuldamálum heimilanna) - (Verkefnanefnd)Verkefnisstjórn um græna hagkerfið - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um árleg hátíðarhöld á 17. júní - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir ríkisins - (Verkefnanefnd) - 962.500 krónurNefnd um sjálfvirkar verðlagshækkanir - (Verkefnanefnd)Samráðshópur ráðuneytisstjóra um náttúruvá - (Verkefnanefnd)
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira