Erlent

Flestir hafa brugðist seint við

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Emmanuel Junior Cooper er einn fjölmargra barna sem misst hafa foreldra sína í Líberíu og nágrannaríkjunum.
Emmanuel Junior Cooper er einn fjölmargra barna sem misst hafa foreldra sína í Líberíu og nágrannaríkjunum. fréttablaðið/AP
„Fólkið okkar er að deyja,“ segir Ernest Bai Koroma, forseti Síerra Leóne, og óskar eftir aðstoð umheimsins við baráttuna gegn ebólufaraldrinum í vestanverðri Afríku.

Koroma ávarpaði í gær í gegnum fjarfundabúnað, ásamt forsetum Líberíu og Gíneu, ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Koroma lýsti fyrir fundarmönnum bæði skelfilegum áhrifum veirunnar og vanmætti heilbrigðiskerfis landanna þriggja gagnvart þessari vá. Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók undir áskoranir forsetanna þriggja og hvetur ríki heims til að tvítugfalda fjárframlög sín til baráttunnar gegn ebólu.

„Við þau ykkar, sem enn hafa ekki heitið framlögum, segi ég: Vinsamlega gerið það fljótt,“ sagði hann. „Þetta er sjúkdómur sem engu eirir.“

Alls hafa nú meira en átta þúsund manns veikst, svo vitað sé. Um fjögur þúsund hafa látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×