Innlent

Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá Holuhrauni í dag.
Frá Holuhrauni í dag. visir/Þórhallur Jónsson/pedromyndir
Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni.

Ný gossprunga hefur myndast suður af gosstöðinni í Holuhrauni, í sigdalnum um 2 km frá Dyngjujökli.

Mun minni strókar eru frá nýju sprungunum en þeirri sem gosið hefur úr undanfarna daga. Gufa og gas stígur til suðausturs.

Sigketillinn í Dyngjujökli virðist hafa dýpkað en engar breytingar er að sjá á Bárðarbungu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun.

Skjálftavirkni á svæðinu er svipuð og í gær. Um 170 skjálftar hafa mælst frá miðnætti.

Tveir jarðskjálftar 4,4 og 5,3 mældust við Bárðarbunguöskjuna um miðnætti. Enn hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum, mældum með GPS, og eru þær nú innan óvissumarka.

visir/Þórhallur Jónsson/pedromyndir
visir/Þórhallur Jónsson/pedromyndir
visir/Þórhallur Jónsson/pedromyndir
visir/Þórhallur Jónsson/pedromyndir
visir/Þórhallur Jónsson/pedromyndir
visir/Þórhallur Jónsson/pedromyndir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×