Mesta byltingin frá stofnun Meistaradeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 15:04 Wayne Rooney verður í fótboltavikunni með Englandi. vísir/getty Undankeppni EM 2016 í fótbolta hefst á sunnudaginn, en í fyrsta skipti er spilað eftir fyrirkomulagi sem kallast fótboltavika (e. Week of football). „Þetta er stór breyting á undankeppninni. Hér áður fyrr var leikjum hrúgað á föstudaga og þriðjudaga og flestir knattspyrnuáhugamenn sem staddir voru á landsleikjum misstu því af bestu leikjunum í sjónvarpinu,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „Nú er aftur á móti öldin önnur. Spilað er á mörgum leiktímum og því enginn hætta á að missa af bestu leikjunum. Fótboltavikan er mesta byltingin frá stofnun Meistaradeildarinnar.“ segir hann. Stöð 2 Sport mun sýna frá ógrynni leikja í næstu tveimur undankeppnum, en evrópska knattspyrnusambandið UEFA, byrjaði með þessa fótboltaviku til að upphefja landsliðsfótboltann. „Við munum sýna að lágmarki 150 leiki í undankeppni EM 2016 auk umspils og aðra 150 leiki í undankeppni HM 2018 auk umspilsleikjanna þar,“ segir Hjörvar. „Þá verður íslenska landsliðinu gerð sérstök skil í þáttunum Leiðin til Frakklands. Þar munu þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson og ÞorvaldurÖrlygsson fara yfir leiki Íslands ásamt bestu leikjum hverrar leikviku ásamt Gumma Ben.“Enginn þarf að missa af leik með heimsmeisturum Þjóðverja.vísir/gettyFyrsti þáttur af Leiðin til Frakklands er á þriðjudaginn klukkan 20.45, eftir leik Íslands og Tyrklands, en þar verður fyrsti leikurinn í nýrri undankeppni krufinn til mergjar. Fyrir þáttinn sýnir Stöð 2 Sport stórleik Tékka og Hollendinga klukkan 18.35. Fyrstu leikirnir í undankeppninni hefjast klukkan 16.00 á sunnudaginn og verða fjórir leikir í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Leikir Englands, Skotlands, Norður-Írlands og Wales verða á Stöð 2 Sport 2 (enski boltinn), en leikir allra annarra liða utan Bretlandseyja verða á Stöð 2 Sport.Dagskrá fyrstu daga fótboltavikunnar:Sunnudagur 7. sept: 15.50 Ungverjaland - Norður-Írland Sport 2 15.50 Danmörk - Armenía Sport 18.35 Þýskaland - Skotland Sport 2 18.35 Portúgal - Albanía SportMánudagur 8. sept: 15.50 Rússland - Lichtenstein Sport 18.35 Spánn - Makedónía Sport 18.35 Austurríki - Svíþjóð Sport 3 18.35 Sviss - England Sport 2Þriðjudagur 9. sept 15.50 Kasakstan - Lettland Sport 15.50 Aserbaídjan - Búlgaría Sport 3 18.35 Andorra - Wales Sport 2 18.35 Tékkland - Holland Sport 21.00 Leiðin til Frakklands Sport 22.00 Ísland - Tyrkland Sport Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Undankeppni EM 2016 í fótbolta hefst á sunnudaginn, en í fyrsta skipti er spilað eftir fyrirkomulagi sem kallast fótboltavika (e. Week of football). „Þetta er stór breyting á undankeppninni. Hér áður fyrr var leikjum hrúgað á föstudaga og þriðjudaga og flestir knattspyrnuáhugamenn sem staddir voru á landsleikjum misstu því af bestu leikjunum í sjónvarpinu,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. „Nú er aftur á móti öldin önnur. Spilað er á mörgum leiktímum og því enginn hætta á að missa af bestu leikjunum. Fótboltavikan er mesta byltingin frá stofnun Meistaradeildarinnar.“ segir hann. Stöð 2 Sport mun sýna frá ógrynni leikja í næstu tveimur undankeppnum, en evrópska knattspyrnusambandið UEFA, byrjaði með þessa fótboltaviku til að upphefja landsliðsfótboltann. „Við munum sýna að lágmarki 150 leiki í undankeppni EM 2016 auk umspils og aðra 150 leiki í undankeppni HM 2018 auk umspilsleikjanna þar,“ segir Hjörvar. „Þá verður íslenska landsliðinu gerð sérstök skil í þáttunum Leiðin til Frakklands. Þar munu þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson og ÞorvaldurÖrlygsson fara yfir leiki Íslands ásamt bestu leikjum hverrar leikviku ásamt Gumma Ben.“Enginn þarf að missa af leik með heimsmeisturum Þjóðverja.vísir/gettyFyrsti þáttur af Leiðin til Frakklands er á þriðjudaginn klukkan 20.45, eftir leik Íslands og Tyrklands, en þar verður fyrsti leikurinn í nýrri undankeppni krufinn til mergjar. Fyrir þáttinn sýnir Stöð 2 Sport stórleik Tékka og Hollendinga klukkan 18.35. Fyrstu leikirnir í undankeppninni hefjast klukkan 16.00 á sunnudaginn og verða fjórir leikir í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Leikir Englands, Skotlands, Norður-Írlands og Wales verða á Stöð 2 Sport 2 (enski boltinn), en leikir allra annarra liða utan Bretlandseyja verða á Stöð 2 Sport.Dagskrá fyrstu daga fótboltavikunnar:Sunnudagur 7. sept: 15.50 Ungverjaland - Norður-Írland Sport 2 15.50 Danmörk - Armenía Sport 18.35 Þýskaland - Skotland Sport 2 18.35 Portúgal - Albanía SportMánudagur 8. sept: 15.50 Rússland - Lichtenstein Sport 18.35 Spánn - Makedónía Sport 18.35 Austurríki - Svíþjóð Sport 3 18.35 Sviss - England Sport 2Þriðjudagur 9. sept 15.50 Kasakstan - Lettland Sport 15.50 Aserbaídjan - Búlgaría Sport 3 18.35 Andorra - Wales Sport 2 18.35 Tékkland - Holland Sport 21.00 Leiðin til Frakklands Sport 22.00 Ísland - Tyrkland Sport
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira