Lífið

Vildi óska þess að allt væri glimmerað

Heiðdís Austfjörð,förðunarmeistari, hárgreiðslukona og glimmeraðdáandi
Heiðdís Austfjörð,förðunarmeistari, hárgreiðslukona og glimmeraðdáandi Vísir/Einkasafn
1.Þegar ég var ung hélt ég að allt væri betra með glimmeri.



2.En núna er ég fullorðin og veit að allt er betra með glimmeri.



3.Ég mun eflaust aldrei  fara aftur í skóla,almáttugur hvað próf eru leiðinleg!



4.Ég hef engan sérstakan áhuga á fótbolta, en get ekki beðið eftir að fara á Manchester-leik í október!



5.Karlmenn eru algjörlega dásamlegir! Ég er sjúk í þá!



6.Ég hef lært að maður ber sjálfur ábyrgð á því hvernig fólk kemur fram við mann, þ.e.a.s. hvað maður leyfir því að komast upp með.



7.Ég fæ samviskubit  þegar það líður of langur tími á milli þess sem ég tala við eða hitti foreldra mína.



8.Ég slekk á sjónvarpinu voða sjaldan því ég sofna alltaf fyrir framan það og það slekkur sjálfkrafa á sér eftir ákveðinn tíma.



9.Um þessar mundir er ég að vinna í að finna fleiri flott merki fyrir haustfjord.is.



10.Ég vildi óska þess að allt væri glimmerað!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×