Lífið

Kölluð krútttöffari

Drífa segist kaupa færri flíkur og vandaðri.
Drífa segist kaupa færri flíkur og vandaðri. Vísir/Valli
„Ég er yfirleitt kölluð krútttöffari og ætli það lýsi mínum stíl ekki nokkuð vel. Í dag vel ég að kaupa færri flíkur og vandaðri. Þær eru kannski dýrari en ég spái meira í notagildi og þægindi. Annars er ég sjúk í hælaskó og yfirhafnir og mætti segja að það væri minn helsti veikleiki," segir Drífa Atladóttir sem deilir uppáhaldsflíkum sínum úr fataskápnum með lesendum Lífsins. 

Drífa er uppeldis- og menntunarfræðingur og jógakennari sem rekur Jógastúdíó í Vesturbænum. Samhliða því er hún verslunarstjóri hjá GK Reykjavík og Suit, Skólavörðustíg.

„Það er einfaldlega skylda að eiga góðan leðurjakka, flík sem maður getur endalaust notað. Blái liturinn … hann er frá Won Hundred og eins og flestar flíkurnar mínar fékk ég hann í GK.“
„Svarta parka-leðurkápan frá McQ held ég að sé í einna mestu uppáhaldi hjá mér. Ég reyndi alls kyns krókaleiðir til að eignast hana og endaði á að gefa sjálfri mér hana í jólagjöf. Þessa ætla ég að eiga og nota svo lengi sem ég lifi.“
„Air Max-skóna fékk ég í London í sumar. Síðan ég fékk þessa hefur fatavalið svolítið snúist um að það passi við þá og einhvern veginn virðist flest passa við þessar elskur.“
„Þetta er vintage-kjóll sem ég fann í Nostalgíu, ég fór mörgum sinnum og mátaði hann áður en ég loksins keypti hann. Það er eitthvað við rómantíkina í honum sem heillaði upp úr skónum, kjóll sem mér finnst alltaf gaman að klæðast.“
„Nýjasta flíkin í skápnum. Kjóll frá Won Hundred sem er eitt af uppáhaldsmerkjunum mínum en við seljum það í GK. Hann er bara eitthvað svo flottur, fansí og sexí um leið. Er nokkuð viss um að hann verði mikið notaður í vetur.“
"Þetta skart fékk ég í afmælisgjöf frá sjúklega sæta kærastanum mínum, honum Tandra, flott hönnun frá Steinunni í Aurum. Ég er svo hrikalega ánægð með valið hjá stráknum og finnst ég alltaf svaka fín þegar ég set þetta upp.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×