Áhorfandinn ræður ferðinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. október 2014 15:00 Vinnslan. Vala Ómarsdóttir og hluti hópsins. Vísir/GVA Strengir er sviðslistaverk sem skoðar hvað er á bak við tjöldin í leikhúsi og við listsköpun. Öllum listformum er blandað saman og vinnuferlið verður að einu heildarverki sem sett er upp í átta rýmum Tjarnarbíós. „Hugmyndin er um það bil ársgömul en við byrjuðum að vinna þetta með vinnustofum í júní í sumar,“ segir Vala Þórsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. „Þá fengum við fleiri listamenn með okkur og verkið fór á flug.“ Verkið er eftir Vinnsluna en 24 listamenn koma að uppsetningunni í heild sinni – leikarar, dansarar, tónlistarmenn, búninga-, leikmynda-, ljósa-, tækni- og sviðsmyndahönnuðir, dramatúrg, sviðstjórar, sýningarstjórar, smitberi, myndlistarmenn, framleiðandi og barstjóri. Vala er beðin að útskýra hvað Vinnslan standi fyrir. „Þetta er listahópur og við erum sjö í honum,“ segir hún. „Við stofnuðum þennan hóp fyrir rúmlega tveimur árum þegar flest okkar fluttu heim eftir nám í London. Við höfum öll áhuga á því að geta sett saman alls kyns margmiðlunarverk þar sem unnið er með alla miðlana, en líka á því að búa til vettvang fyrir fleiri listamenn til að sýna sín verk. Það höfum við gert með svokölluðum Vinnslukvöldum þar sem við höfum boðið áhorfendum að koma og fylgjast með sköpuninni.“ Strengir eru fyrsta verkið sem Vinnslan setur upp og stendur sýningin frá klukkan 19 til 23. Áhorfendur ferðast frjálst milli rýma og upplifa og taka þátt í verkinu á eigin forsendum. „Tíminn er stórt atriði í sýningunni því verkið fjallar um vinnuferlið,“ útskýrir Vala. „Áhorfendur geta mætt hvenær sem er, farið hvenær sem er, gengið í gegnum rýmin aftur og aftur og upplifað þróunina á sínum hraða. Þótt þetta sé sviðslistaverk þá er það sett upp eins og myndlistarsýning þannig að áhorfandinn ræður ferðinni alveg sjálfur og hver og einn fær mismunandi upplifun af verkinu.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Strengir er sviðslistaverk sem skoðar hvað er á bak við tjöldin í leikhúsi og við listsköpun. Öllum listformum er blandað saman og vinnuferlið verður að einu heildarverki sem sett er upp í átta rýmum Tjarnarbíós. „Hugmyndin er um það bil ársgömul en við byrjuðum að vinna þetta með vinnustofum í júní í sumar,“ segir Vala Þórsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. „Þá fengum við fleiri listamenn með okkur og verkið fór á flug.“ Verkið er eftir Vinnsluna en 24 listamenn koma að uppsetningunni í heild sinni – leikarar, dansarar, tónlistarmenn, búninga-, leikmynda-, ljósa-, tækni- og sviðsmyndahönnuðir, dramatúrg, sviðstjórar, sýningarstjórar, smitberi, myndlistarmenn, framleiðandi og barstjóri. Vala er beðin að útskýra hvað Vinnslan standi fyrir. „Þetta er listahópur og við erum sjö í honum,“ segir hún. „Við stofnuðum þennan hóp fyrir rúmlega tveimur árum þegar flest okkar fluttu heim eftir nám í London. Við höfum öll áhuga á því að geta sett saman alls kyns margmiðlunarverk þar sem unnið er með alla miðlana, en líka á því að búa til vettvang fyrir fleiri listamenn til að sýna sín verk. Það höfum við gert með svokölluðum Vinnslukvöldum þar sem við höfum boðið áhorfendum að koma og fylgjast með sköpuninni.“ Strengir eru fyrsta verkið sem Vinnslan setur upp og stendur sýningin frá klukkan 19 til 23. Áhorfendur ferðast frjálst milli rýma og upplifa og taka þátt í verkinu á eigin forsendum. „Tíminn er stórt atriði í sýningunni því verkið fjallar um vinnuferlið,“ útskýrir Vala. „Áhorfendur geta mætt hvenær sem er, farið hvenær sem er, gengið í gegnum rýmin aftur og aftur og upplifað þróunina á sínum hraða. Þótt þetta sé sviðslistaverk þá er það sett upp eins og myndlistarsýning þannig að áhorfandinn ræður ferðinni alveg sjálfur og hver og einn fær mismunandi upplifun af verkinu.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira