Pínlegt og til skammar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2014 11:00 Stuðningsmenn Hollands á leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46
De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59
Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51