Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Glæsilegt sigurmark Þorvaldar Örlygssonar í Dalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Í Pepsi-mörkunum í gær var rifjaður upp leikur Fram og KA frá því í úrvalsdeild karla í fótbolta sumarið 2003 en KA-menn unnu þá 3-2 sigur á Laugardalsvellinum.

Þorvaldur Örlygsson, tók þátt í Pepsi-mörkunum í fyrsta skiptið í gær og í tilefni af því var grafinn upp þessi markaleikur þar sem Þorvaldur var spilandi þjálfari hjá KA-liðinu.

Þorvaldur skoraði einmitt sigurmarkið í leiknum með glæsilegu skoti átta mínútum fyrir leikslok en Kristján Brooks hjá Fram og Steinar Tenden í KA voru þá báðir búnir að skora tvisvar sinnum.

KA komst upp í fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri sem kom í tíundu umferð en KA hélt síðan sæti sínu í deildinni um haustið á markatölu.

Myndband frá þessum sigri KA-manna í Dalnum fyrir tæpum ellefu árum má sjá í með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Pepsi-mörkin | 3. þáttur

Pepsi-mörkin fóru yfir allt það helsta sem gerðist í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta og nú má nálgast styttri útgáfu af þættinum hér inn á Vísi.

Pepsi-mörkin: „Óli fann upp knattspyrnuna hérna heima"

Hörður Magnússon og félagar fóru yfir leik Keflavíkur og Breiðabliks í Pepsi-mörkunum í gær en Keflvíkingar fögnuðu þar sigri á móti Blikum sem hafa aðeins náð í eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum.

Uppbótartíminn: Erfitt hjá Sigga Ragga í Eyjum

Þriðju umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta lauk í gær. Hér er fimm mínútum bætt við í uppbótartíma sem er sá tími sem tekur þig að lesa samantekt á umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×