Lífið

Family Guy og Simpsons-fjölskyldan sameinast

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Sjónvarpsstöðin Fox hefur greint frá því að sameiginlegur þáttur af Family Guy og The Simpsons verði sýndur í september og mun þátturinn bera heitið The Simpsons Guy. Peter Griffin og fjölskylda hans munu þá kíkja í heimsókn til Springfield og rekast þar á hina eldhressu Simpson-fjölskyldu.

Í þættinum verða þeir Stewie Griffin og Bart miklir félagar er sá fyrrnefndi fær skyndilegan áhuga á hjólabrettaíþróttinni. 

Fjölskyldufeðurnir Homer og Peter koma einnig til með að lenda í ýmsum ævintýrum eins og þeim einum er lagið.

Aðdáendur þáttanna eiga því eflaust von á góðu með haustinu. Nánar má lesa um málið á Daily Mail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.