Innlent

Handtekinn fyrir dónalega tilburði á skemmtistað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Við öryggisleit fannst hvítt efni í buxnavasa mannsins.
Við öryggisleit fannst hvítt efni í buxnavasa mannsins.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega fertugan karlmann, sem hafði viðhaft dónalega tilburði við konur sem staddar voru á skemmtistað í umdæminu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjunum.

Maðurinn mun hafa verið í annarlegu ástandi þegar hann kom inn í lögreglubíl til viðræðna við lögreglumenn.

Skyndilega rauk hann út úr bifreiðinni, en hann náðist skjótt og var þá færður í handjárn.

Maðurinn var því næst færður á lögreglustöð. Við öryggisleit á honum fannst hvítt efni í buxnavasa hans, sem hann sagði vera amfetamín. Öndunarsýni staðfesti svo að hann hafði innbyrt talsvert af áfengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×