Menning

Tíminn og andstæður í tilverunni hafa áhrif

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Listakonan Hanna tjáir sig með djörfum litum.
Listakonan Hanna tjáir sig með djörfum litum.
„Þetta er yfirlitssýning, verk sem ég hef málað á undanförnum árum,“ segir listakonan Hanna Pálsdóttir sem opnar sýningu klukkan 14 í dag í Anarkí listasal í Hamraborg 3. Hún kveðst hafa byrjað myndlistarnám þegar hún fór á eftirlaun eftir 38 ára starf í Búnaðarbankanum.

„Ég var í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Myndlistaskóla Kópavogs og hjá Bjarna Sigurbjörnssyni,“ segir Hanna sem tjáir sig með djörfum litum og segir tímann, andstæður í tilverunni, fegurð náttúrunnar og margt fleira hafa áhrif á myndsköpun hennar.

Þetta er níunda einkasýning Hönnu.

Hún stendur til 2. mars og er opin þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 15 til 18 og frá 14 til 18 um helgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×