Grafík hefur gengið í gegnum ýmis skeið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 12:30 Soffía segir nóg um að vera þessa dagana en tekur lífinu létt enda nýtur hún starfsins í Grafíkfélaginu. vísir/vilhelm „Þetta er kröftugur félagsskapur. Fyrir fimm árum varð félagið fjörutíu ára og þá þrykktum við stéttina á Lækjartorgi með stórum valtara á refil. Það er spurning hvað við gerum eftir fimm ár. Við látum okkur detta eitthvað í hug. Það er ekkert ómögulegt,“ segir Soffía Sæmundsdóttir, formaður félagsins Íslensk grafík, sem einnig er kallað Grafíkfélagið. Félagið fagnar 45 ára afmæli sínu í ár og er nóg að gera hjá félagsmönnum enda mikið í gangi. Í tilefni af afmælinu verður opnuð sýning í Artóteki Borgarbókasafns á Menningarnótt klukkan 18. Þar verða listaverk eftir félagsmenn til sýnis og eru þau öll í stærðinni 30x30 sentímetrar. Heiðursfélagi á afmælisárinu er Björg Þorsteinsdóttir og verða þrjú verk til sýnis eftir hana. Þá tók félagið einnig á móti grafíklistamönnum úr Boston Printmakers Association í vikunni en þeir komu gagngert til landsins til að njóta menningar, samfagna íslenskum félögum sínum á tímamótunum og kynna grafíklistina. Enn fremur verður verkstæði Grafíkfélagsins í Hafnarhúsinu opið á Menningarnótt frá klukkan þrjú til átta. Soffía hlakkar til að opna verkstæði félagsins og vonast til að veita gestum innblástur. „Við erum boðberar þess að halda grafík á lofti. Hefðin í grafík er gömul og við viljum viðhalda henni. Við sýnum gamlar aðferðir og hvernig þær eru unnar en síðan erum við líka að þróa miðilinn og sýna aðrar leiðir. Þetta er mjög vakandi miðill og mjög spennandi að skoða hann. Þessi miðill átti sinn blómatíma á áttunda áratugnum og grafíkin hefur gengið í gegnum ýmis skeið sem er gaman að skoða. Mér persónulega finnst alltaf þessi aðferð að þrykkja og sambandið við pappírinn skemmtilegust,“ segir Soffía. Soffía er að sigla inn í sitt fjórða og síðasta ár sem formaður en Íslensk grafík kýs sér formann til fjögurra ára í senn. Henni líkar hlutverkið vel. „Þetta er mjög skemmtilegt. Ég er líka sjálf með vinnustofu og mála og sýni og þess háttar en grafíkin snýst mikið um samskipti. Við stöndum fyrir sýningum, undirbúum heimsóknir erlendra gesta og sýnum erlendis svo eitthvað sé nefnt. Ég er svolítið allt í öllu og finnst mér það afskaplega gefandi, sérstaklega á Menningarnótt og Safnanótt þegar við opnum dyrnar og bjóðum fólki að ganga í bæinn.“ En lumar hún á góðum ráðum fyrir næsta formann? „Maður þarf alltaf að horfa fram í tímann. Það er til dæmis búið að standa yfir lengi að fá Boston Printmakers Association til landsins og ég trúi því varla að listafólkið sé komið. Nú þarf strax að fara að hugsa hvað við ætlum að gera eftir tvö ár. Maður þarf alltaf að vera aðeins á undan. Og einnig taka sig hæfilega alvarlega. Í listinni á fólk oft til að taka sig alvarlega en það er líka mikilvægt að hafa svolítið gaman. Borða góðan mat, drekka gott kaffi og spjall er líka hluti af lífinu og listinni.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er kröftugur félagsskapur. Fyrir fimm árum varð félagið fjörutíu ára og þá þrykktum við stéttina á Lækjartorgi með stórum valtara á refil. Það er spurning hvað við gerum eftir fimm ár. Við látum okkur detta eitthvað í hug. Það er ekkert ómögulegt,“ segir Soffía Sæmundsdóttir, formaður félagsins Íslensk grafík, sem einnig er kallað Grafíkfélagið. Félagið fagnar 45 ára afmæli sínu í ár og er nóg að gera hjá félagsmönnum enda mikið í gangi. Í tilefni af afmælinu verður opnuð sýning í Artóteki Borgarbókasafns á Menningarnótt klukkan 18. Þar verða listaverk eftir félagsmenn til sýnis og eru þau öll í stærðinni 30x30 sentímetrar. Heiðursfélagi á afmælisárinu er Björg Þorsteinsdóttir og verða þrjú verk til sýnis eftir hana. Þá tók félagið einnig á móti grafíklistamönnum úr Boston Printmakers Association í vikunni en þeir komu gagngert til landsins til að njóta menningar, samfagna íslenskum félögum sínum á tímamótunum og kynna grafíklistina. Enn fremur verður verkstæði Grafíkfélagsins í Hafnarhúsinu opið á Menningarnótt frá klukkan þrjú til átta. Soffía hlakkar til að opna verkstæði félagsins og vonast til að veita gestum innblástur. „Við erum boðberar þess að halda grafík á lofti. Hefðin í grafík er gömul og við viljum viðhalda henni. Við sýnum gamlar aðferðir og hvernig þær eru unnar en síðan erum við líka að þróa miðilinn og sýna aðrar leiðir. Þetta er mjög vakandi miðill og mjög spennandi að skoða hann. Þessi miðill átti sinn blómatíma á áttunda áratugnum og grafíkin hefur gengið í gegnum ýmis skeið sem er gaman að skoða. Mér persónulega finnst alltaf þessi aðferð að þrykkja og sambandið við pappírinn skemmtilegust,“ segir Soffía. Soffía er að sigla inn í sitt fjórða og síðasta ár sem formaður en Íslensk grafík kýs sér formann til fjögurra ára í senn. Henni líkar hlutverkið vel. „Þetta er mjög skemmtilegt. Ég er líka sjálf með vinnustofu og mála og sýni og þess háttar en grafíkin snýst mikið um samskipti. Við stöndum fyrir sýningum, undirbúum heimsóknir erlendra gesta og sýnum erlendis svo eitthvað sé nefnt. Ég er svolítið allt í öllu og finnst mér það afskaplega gefandi, sérstaklega á Menningarnótt og Safnanótt þegar við opnum dyrnar og bjóðum fólki að ganga í bæinn.“ En lumar hún á góðum ráðum fyrir næsta formann? „Maður þarf alltaf að horfa fram í tímann. Það er til dæmis búið að standa yfir lengi að fá Boston Printmakers Association til landsins og ég trúi því varla að listafólkið sé komið. Nú þarf strax að fara að hugsa hvað við ætlum að gera eftir tvö ár. Maður þarf alltaf að vera aðeins á undan. Og einnig taka sig hæfilega alvarlega. Í listinni á fólk oft til að taka sig alvarlega en það er líka mikilvægt að hafa svolítið gaman. Borða góðan mat, drekka gott kaffi og spjall er líka hluti af lífinu og listinni.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira