Veðurstofan í Kína fær Harald í stjórn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. ágúst 2014 18:15 Það er Kína í kortunum hjá veðurfræðingnum en hann hverfur þó ekki af skjánum svo ekki þarf að gera veður út af því. Fréttablaðið/Valli Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur verið ráðinn í stjórn Rannsóknastofnun kínversku veðurstofunnar. Sjónvarpsáhorfendur sem búnir eru að venjast honum þurfa þó ekki að óttast því stjórnarstarfið verður ekki það tímafrekt að það taki hann af skjám landsmanna. „Um er að ræða nýstofnaða Rannsóknastofnun kínversku veðurstofunnar í veðurspám,“ segir hann. „Í kjölfar undirbúningsfunds í Shanghai í desember 2013 hefur verið unnið að því að koma stofnuninni á laggirnar. Það er að nokkru leyti gert með því að „kaupa“ Kínverja á vesturlöndum, einkum Bandaríkjunum til að koma „heim“.“ Markmið stofnunarinnar er í stuttu máli að þróa aðferðir til að gera betri veðurspár en unnt er nú. Áhersla er á óveður, einkum fellibylji, en einnig almennar spár um veður og loftgæði. „Auðvitað er þetta viðurkenning á því sem ég og mínir félagar höfum verið að gera á undanförnum árum,“ segir Haraldur af sinni alkunnu hógværð. Stofnunin er í Shanghai. (Scientific Steering Committee) Í stjórn hennar sitja, auk nokkurra fulltrúa frá Austur-Asíu, fjórir sérfræðingar frá vesturlöndum og er Haraldur einn þeirra. Stjórnin mótar áherslur og stefnu stofnunarinnar í samvinnu við framkvæmdastjórann. Fyrsti stjórnarfundur eftir formlega stofnun verður í Shanghai í nóvember 2014 og mun Haraldur sitja þann fund. Í tengslum við stjórnarsetuna má einnig búast við samvinnu um ýmis afmörkuð verkefni á sviði veðurfræði. Veðurfræðingurinn er fullur tilhlökkunar. Hann segir valinn mann í hverju rúmi hjá Kínverjunum. Um sérfræðingana sem hann mun vinna með í austri segir hann að þeir séu sérlega vinnusamir. „Þeir eru flestir tiltölulega ungir og hafa metnað til að sigra heiminn og það er mjög uppörvandi að hitta svona fólk sem hefur slíkan metnað og á innistæðu fyrir honum.“ Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur verið ráðinn í stjórn Rannsóknastofnun kínversku veðurstofunnar. Sjónvarpsáhorfendur sem búnir eru að venjast honum þurfa þó ekki að óttast því stjórnarstarfið verður ekki það tímafrekt að það taki hann af skjám landsmanna. „Um er að ræða nýstofnaða Rannsóknastofnun kínversku veðurstofunnar í veðurspám,“ segir hann. „Í kjölfar undirbúningsfunds í Shanghai í desember 2013 hefur verið unnið að því að koma stofnuninni á laggirnar. Það er að nokkru leyti gert með því að „kaupa“ Kínverja á vesturlöndum, einkum Bandaríkjunum til að koma „heim“.“ Markmið stofnunarinnar er í stuttu máli að þróa aðferðir til að gera betri veðurspár en unnt er nú. Áhersla er á óveður, einkum fellibylji, en einnig almennar spár um veður og loftgæði. „Auðvitað er þetta viðurkenning á því sem ég og mínir félagar höfum verið að gera á undanförnum árum,“ segir Haraldur af sinni alkunnu hógværð. Stofnunin er í Shanghai. (Scientific Steering Committee) Í stjórn hennar sitja, auk nokkurra fulltrúa frá Austur-Asíu, fjórir sérfræðingar frá vesturlöndum og er Haraldur einn þeirra. Stjórnin mótar áherslur og stefnu stofnunarinnar í samvinnu við framkvæmdastjórann. Fyrsti stjórnarfundur eftir formlega stofnun verður í Shanghai í nóvember 2014 og mun Haraldur sitja þann fund. Í tengslum við stjórnarsetuna má einnig búast við samvinnu um ýmis afmörkuð verkefni á sviði veðurfræði. Veðurfræðingurinn er fullur tilhlökkunar. Hann segir valinn mann í hverju rúmi hjá Kínverjunum. Um sérfræðingana sem hann mun vinna með í austri segir hann að þeir séu sérlega vinnusamir. „Þeir eru flestir tiltölulega ungir og hafa metnað til að sigra heiminn og það er mjög uppörvandi að hitta svona fólk sem hefur slíkan metnað og á innistæðu fyrir honum.“
Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira