Fótbolti

Birkir tekinn af velli í hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir í baráttu við Arturo Vidal í kvöld.
Birkir í baráttu við Arturo Vidal í kvöld. Vísir/Getty
Topplið Juventus vann í kvöld 4-2 sigur á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni en landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var í byrjunarliði síðarnefnda liðsins.

Juventus byrjaði vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Arturo Vidal og Fernando Lllorente. Sampdoria minnkaði muninn með sjálfsmarki Andrea Barzagli en Vidal kom Juventus í 3-1 með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu.

Birkir var tekinn af velli í hálfleik og Sampdoria náði aftur að minnka muninn í eitt mark þegar að Manolo Gabbidini skoraði á 69. mínútu. Paul Pogba innsiglaði þó sigurinn fyrir Juventus níu mínútum síðar.

Juventus er með átta stiga forystu á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið átján deildarleiki sína af 20 og aðeins tapað fjórum stigum á tímabilinu öllu.

Sampdoria er í tólfta sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×