Allt samfélagið brást Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. janúar 2014 07:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson „Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða. Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða.
Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira