Innlent

Mikael stýrir nýjum þætti á Stöð 2

Tinni Sveinsson skrifar
Mín skoðun, þjóðmálaþáttur í umsjá Mikaels Torfasonar, aðalritstjóra fréttamiðla 365, hefur göngu sína 2. febrúar á Stöð 2.

Í þættinum verður fjallað um fréttir, stjórnmál og málefni líðandi stundar. Hann verður í opinni dagskrá á Stöð 2 á sunnudögum klukkan 13.

„Í þættinum verða mikilvæg samfélagsmál krufin og þau rædd frá öllum hliðum. Þetta verður sanngjarn og heiðarlegur þáttur fyrir alla sem láta sig þjóðmál á Íslandi varða,“ segir Mikael.

Gaukur Úlfarsson sér um dagskrárgerð en meðal sérfræðinga þáttarins verða Elliði Vignisson, Svandís Svavarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Hauksdóttir. 

Um ritstjórn þáttarins sjá blaða- og fréttamenn 365 auk Bergs Ebba Benediktssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×