Lífið

Partídýr er rétta orðið

Breska ofurfyrirsætan Katherine Ann Moss, betur þekkt sem Kate Moss, fagnaði með vinum og vandamönnum á rándýru veitingahúsi í London í gær.

Um stórafmæli var að ræða en Kate varð fertug.

Hún staulaðist heim með sólgleraugu í hlébarðakápunni sinni greinilega uppgefin um klukkan hálf tvö í nótt.

Breskir fjölmiðlar halda því fram að hún hafi sötrað kampavín og kokteila allt kvöldið en borðað afskaplega lítið matarkyns. 

Partídýr gæti verið heitið á þessari mynd.

Gestirnir voru ekki af verri endanum; Naomi Campbell, Stella McCartney og Philip Green.

Kate er ekki vön að vera góða stelpan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.