Eins og mýs á tilraunastofu Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. janúar 2014 11:00 Arnar Ómarsson MYND/Úr einkasafni „Við vorum búin að tala um samstarf í langan tíma, einhver ár. Loks small þetta allt saman. Við ákváðum að eyða þremur vikum í sama rýminu og á þann hátt þvinga okkur til að ávarpa hvort annað í verkunum,“ útskýrir Arnar Ómarsson listamaður um samstarfsverkefni sitt og Heklu Bjartar Helgadóttur, You draw me crazy. Verkefnið fer fram á þremur vikum í einu og sama herberginu í Árósum í Danmörku. Í verkefninu er Arnar viðfangsefni Heklu og Hekla er viðfangsefni Arnars. Hluti þess er að halda úti vefsíðu með daglegum uppfærslum. Þar setja þau inn myndefni sem þau vinna dag hvern út frá hvort öðru. „Það reynir á að eyða löngum tíma með einhverjum og sér í lagi þegar hinn einstaklingurinn er viðfangsefnið. Það er nóg um innblástur þar sem vinnustofan sem við dveljum í er á gömlu lestarstöðinni í Árósum, sem hefur verið breytt í lista- og menningarkommúnu í samstarfi við borgina,“ útskýrir Arnar. Verkefnið er opið fyrir óvæntum uppákomum og stefnubreytingum. „Okkur finnst mikilvægt að ferlið geti komið okkur á óvart og leyft okkur að fara leiðir sem við annars færum ekki. Við teiknum bæði og notum texta, en erum einnig með ákveðna tilhneigingu til gjörninga og myndbandsverka, svo við eigum margt sameiginlegt þótt stíllinn okkar sé gjörólíkur,“ segir Arnar.Hekla Björt Helgadóttir„Við hlógum að því fyrst að við værum eins og mýs á tilraunastofu fyrir hvort annað, þó að það sé ekkert fyndið við tilraunir á dýrum,“ útskýrir Hekla. „Við höfum hvort annað stöðugt fyrir sjónum og persónulegt svigrúm því af skornum skammti, eins og gefur að skilja,“ segir Hekla, létt í bragði. „Í ljós kemur að þegar maður skoðar aðra manneskju svo náið, kemst maður ekki hjá því að skoða sjálfan sig í leiðinni. Og þegar maður lærir svona mikið um einhvern annan, lærir maður heilmikið um sjálfan sig líka. Við þurfum að vera umburðarlynd og skilningsrík, því við förum ólíkar leiðir, og þess vegna verður áhugavert að sjá hvernig við miðlum hvort öðru á listrænu formi. Það er eiginlega eins og einhver sé að teikna upp landakort af manni, án þess að maður sé mikið með í ráðum,“ segir Hekla. „Heiti verkefnisins er því skemmtilegt, því við erum auðvitað stöðugt að draga upp myndir hvort af öðru, um leið og við reynum á þolrifin,“ segir Hekla. Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við vorum búin að tala um samstarf í langan tíma, einhver ár. Loks small þetta allt saman. Við ákváðum að eyða þremur vikum í sama rýminu og á þann hátt þvinga okkur til að ávarpa hvort annað í verkunum,“ útskýrir Arnar Ómarsson listamaður um samstarfsverkefni sitt og Heklu Bjartar Helgadóttur, You draw me crazy. Verkefnið fer fram á þremur vikum í einu og sama herberginu í Árósum í Danmörku. Í verkefninu er Arnar viðfangsefni Heklu og Hekla er viðfangsefni Arnars. Hluti þess er að halda úti vefsíðu með daglegum uppfærslum. Þar setja þau inn myndefni sem þau vinna dag hvern út frá hvort öðru. „Það reynir á að eyða löngum tíma með einhverjum og sér í lagi þegar hinn einstaklingurinn er viðfangsefnið. Það er nóg um innblástur þar sem vinnustofan sem við dveljum í er á gömlu lestarstöðinni í Árósum, sem hefur verið breytt í lista- og menningarkommúnu í samstarfi við borgina,“ útskýrir Arnar. Verkefnið er opið fyrir óvæntum uppákomum og stefnubreytingum. „Okkur finnst mikilvægt að ferlið geti komið okkur á óvart og leyft okkur að fara leiðir sem við annars færum ekki. Við teiknum bæði og notum texta, en erum einnig með ákveðna tilhneigingu til gjörninga og myndbandsverka, svo við eigum margt sameiginlegt þótt stíllinn okkar sé gjörólíkur,“ segir Arnar.Hekla Björt Helgadóttir„Við hlógum að því fyrst að við værum eins og mýs á tilraunastofu fyrir hvort annað, þó að það sé ekkert fyndið við tilraunir á dýrum,“ útskýrir Hekla. „Við höfum hvort annað stöðugt fyrir sjónum og persónulegt svigrúm því af skornum skammti, eins og gefur að skilja,“ segir Hekla, létt í bragði. „Í ljós kemur að þegar maður skoðar aðra manneskju svo náið, kemst maður ekki hjá því að skoða sjálfan sig í leiðinni. Og þegar maður lærir svona mikið um einhvern annan, lærir maður heilmikið um sjálfan sig líka. Við þurfum að vera umburðarlynd og skilningsrík, því við förum ólíkar leiðir, og þess vegna verður áhugavert að sjá hvernig við miðlum hvort öðru á listrænu formi. Það er eiginlega eins og einhver sé að teikna upp landakort af manni, án þess að maður sé mikið með í ráðum,“ segir Hekla. „Heiti verkefnisins er því skemmtilegt, því við erum auðvitað stöðugt að draga upp myndir hvort af öðru, um leið og við reynum á þolrifin,“ segir Hekla.
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp