Erlent

Hættuástand í Sellafield-kjarnorkuverinu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kjarnorkuverið í Sellafield.
Kjarnorkuverið í Sellafield. Nordicphotos/AFP
Kjarnorkuverinu í Sellafield á Englandi hefur verið lokað og einungis brýnustu starfsemi haldið gangandi eftir að geislun mældist þar yfir viðmiðunarmörkum.

Breska kjarnorkueftirlitið (ONR) sendi frá sér stutta tilkynningu þar sem segir að stofnunin geri sér grein fyrir ástandinu, en beri fullt traust til þess að rekstraraðilar grípi til viðeigandi ráðstafana.

Í tilkynningu frá kjarnorkuverinu sjálfu segir að hvorki almenningi né starfsfólki stafi nein hætta af ástandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×