Erlent

Ofdrykkja stráfellir rússneska karlmenn

Pútín Rússlandsforseti er hófdrykkjumaður. En það sama verður ekki sagt um stóran hluta landa hans.
Pútín Rússlandsforseti er hófdrykkjumaður. En það sama verður ekki sagt um stóran hluta landa hans. Vísir/AFP
Fjórðungur allra rússneskra karlmanna deyr áður en þeir ná fimmtíu og fimm ára aldri. Ástæðuna má í flestum tilfellum rekja til óhóflegrar áfengisneyslu.

Þetta kemur fram í grein í hinu virta læknatímariti The Lancet en til viðmiðunar þá er samsvarandi tala á Bretlandseyjum, það er að segja, yfir karlmenn sem látast áður en þeir verða fimmtíu og fimm ára, aðeins sjö prósent.

Í Rússlandi eru dauðsföllin af ýmsum toga, lifrarsjúkdómar eru algengir, áfengiseitrun einnig og margir láta síðan lífið í slysum eða slagsmálum í áfengisvímu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×