Menning

Verk úr öllum áttum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Listamennirnir Jorinde Chang, Phebe Parisia, Birgit Wudtk, Beth Dillon, Lotte Floe Christensen, Eleni Podara, Yannick Lambelet, Amy Perejuan-Capone og Michael Lisle-Taylor.
Listamennirnir Jorinde Chang, Phebe Parisia, Birgit Wudtk, Beth Dillon, Lotte Floe Christensen, Eleni Podara, Yannick Lambelet, Amy Perejuan-Capone og Michael Lisle-Taylor.
„Þetta er samsýning listamanna sem hafa verið í gestavinnustofum SÍM á Seljaveginum síðustu vikur. Þeir eru allir menntaðir myndlistarmenn og koma frá Ástralíu, Danmörku, Englandi, Sviss og Þýskalandi,“ segir Hildur Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra myndlistarmanna, um sýninguna Outer Place í SÍM-salnum í Hafnarstræti.

Hildur Ýr kveðst ekki sjá í fljótu bragði að verk listamannanna eigi eitthvað sameiginlegt.

„En það er alltaf spennandi að sjá útkomu svona samsýninga. Stundum kemur út heild og stundum ekki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×