Emirates hættir að fljúga yfir Írak Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 13:08 Írak er í alfaraflugleið flugvéla á leið milli Asíu og Evrópu. Flugfélög eru að enduskoða áætlanir sínar eftir að MH 17 var skotin niður í Úkraínu. vísir/ap Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins. MH17 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins.
MH17 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira