Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. júlí 2014 07:15 Framtíð hornóttra sem og kollóttra er í tvísýnu á Háafelli. Jóhanna bíður svars frá ráðherra sem hvatti forvera sinn til að bregðast við þeirri hættu sem steðjaði að íslenska geitfjárstofninum. Ef ekkert verður að gert mun geitfjárbúið á Háafelli í Hvítársíðu fara á uppboð um miðjan september. Þar eru um 22 prósent af íslenska geitastofninum, sem telur rúm átta hundruð dýr, og þar eru 95 prósent af kollótta hluta geitastofnsins. Jón Hallsteinn Hallsson, formaður erfðanefndar, segir að þar hafi menn áhyggjur af framvindu mála. „Annars vegar vegna erfðafjölbreytileika íslenska geitfjárstofnsins,“ segir hann. „Og hins vegar vegna þeirrar sérstöðu sem þetta bú hefur. Það er í raun eina ræktunarbúið hér á landi þar sem einhver möguleiki er á því að nýta afurðirnar. Við teljum að þarna hafi verið unnið frumkvöðlastarf til dæmis varðandi þróun afurða og það er áhyggjuefni ef sú vinna fer forgörðum án þess að möguleikarnir séu fullreyndir. Því ef þetta fer úrskeiðis þá er það mér stórlega til efs að einhver fáist til að reyna þetta aftur.“ Skuldir búsins jukust um tíu milljónir í hruninu en þá var enn lítið um tekjur í þessu þróunarstarfi, segir Jóhanna B. Þorvaldsdóttir sem rekur búið ásamt Þorbirni Oddssyni. Sigurður Ingi Jóhannsson lagði fram tillögu til þingsályktunar fyrir kosningar 2013, ásamt Ásmundi Einari Daðasyni sem nú er aðstoðarmaður forsætisráðherra, um að atvinnu- og nýsköpunarráðherra beitti sér fyrir eflingu íslenska geitastofnsins. Þar segir að ef ekki verði brugðist við þeirri stöðu sem íslenski geitfjárstofninn er í sé hætt við að það verði um seinan. Eins og mönnum er kunnugt er Sigurður Ingi sjálfur orðinn landbúnaðarráðherra. Jóhanna bað um fund með honum í ágúst í fyrra ásamt fulltrúum sem eiga aðkomu að málinu. Ekkert hefur orðið af slíkum fundi þrátt fyrir ítrekun Jóhönnu. Hann hefur heldur ekki svarað spurningum Fréttablaðsins varðandi málið. Áhugi almennings virðist vera fyrir hendi því geitakjöt selst jafnóðum upp hjá Jóhönnu, eins er mikil eftirspurn eftir ostum sem Jóhanna getur þó ekki framleitt. „Ég hef ekki getað byggt upp nógu góða aðstöðu til að fá leyfi til ostagerðar,“ segir hún. Í fyrrasumar komu 3.400 gestir á búið til að fræðast um geiturnar og kaupa afurðir eins og sápur og krem. Eins hafa margir tekið geitur í fóstur. Segir hún að útlit sé fyrir jafnvel meiri aðsókn nú í sumar. „Það væri því sorglegt ef þetta færi forgörðum nú þegar ég er loks að sjá afrekstur erfiðisins,“ segir hún. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Ef ekkert verður að gert mun geitfjárbúið á Háafelli í Hvítársíðu fara á uppboð um miðjan september. Þar eru um 22 prósent af íslenska geitastofninum, sem telur rúm átta hundruð dýr, og þar eru 95 prósent af kollótta hluta geitastofnsins. Jón Hallsteinn Hallsson, formaður erfðanefndar, segir að þar hafi menn áhyggjur af framvindu mála. „Annars vegar vegna erfðafjölbreytileika íslenska geitfjárstofnsins,“ segir hann. „Og hins vegar vegna þeirrar sérstöðu sem þetta bú hefur. Það er í raun eina ræktunarbúið hér á landi þar sem einhver möguleiki er á því að nýta afurðirnar. Við teljum að þarna hafi verið unnið frumkvöðlastarf til dæmis varðandi þróun afurða og það er áhyggjuefni ef sú vinna fer forgörðum án þess að möguleikarnir séu fullreyndir. Því ef þetta fer úrskeiðis þá er það mér stórlega til efs að einhver fáist til að reyna þetta aftur.“ Skuldir búsins jukust um tíu milljónir í hruninu en þá var enn lítið um tekjur í þessu þróunarstarfi, segir Jóhanna B. Þorvaldsdóttir sem rekur búið ásamt Þorbirni Oddssyni. Sigurður Ingi Jóhannsson lagði fram tillögu til þingsályktunar fyrir kosningar 2013, ásamt Ásmundi Einari Daðasyni sem nú er aðstoðarmaður forsætisráðherra, um að atvinnu- og nýsköpunarráðherra beitti sér fyrir eflingu íslenska geitastofnsins. Þar segir að ef ekki verði brugðist við þeirri stöðu sem íslenski geitfjárstofninn er í sé hætt við að það verði um seinan. Eins og mönnum er kunnugt er Sigurður Ingi sjálfur orðinn landbúnaðarráðherra. Jóhanna bað um fund með honum í ágúst í fyrra ásamt fulltrúum sem eiga aðkomu að málinu. Ekkert hefur orðið af slíkum fundi þrátt fyrir ítrekun Jóhönnu. Hann hefur heldur ekki svarað spurningum Fréttablaðsins varðandi málið. Áhugi almennings virðist vera fyrir hendi því geitakjöt selst jafnóðum upp hjá Jóhönnu, eins er mikil eftirspurn eftir ostum sem Jóhanna getur þó ekki framleitt. „Ég hef ekki getað byggt upp nógu góða aðstöðu til að fá leyfi til ostagerðar,“ segir hún. Í fyrrasumar komu 3.400 gestir á búið til að fræðast um geiturnar og kaupa afurðir eins og sápur og krem. Eins hafa margir tekið geitur í fóstur. Segir hún að útlit sé fyrir jafnvel meiri aðsókn nú í sumar. „Það væri því sorglegt ef þetta færi forgörðum nú þegar ég er loks að sjá afrekstur erfiðisins,“ segir hún.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira