SUS vill slíta ríkisstjórnarsamstarfi að óbreyttu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. október 2014 20:31 Magnús Júlíusson er formaður SUS. Vísir/GVA Í stefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, segir að vilji þingmanna Framsóknarflokksins virðist fremur til þess fallinn að koma á höftum, boðum og bönnum heldur en að auka frelsi einstaklingsins. Stefnan var samþykkt á málefnaþingi samtakanna sem lauk í dag. Stefnan er afdráttarlaus hvað varðar ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar – ef málamiðlanir í samstarfinu verði einvörðungu með þeim hætti að Sjálfstæðisflokkurinn neyðist til þess að fórna hugsjónum sínum og gildum fyrir haftastefnu Framsóknarflokksins beri Sjálfstæðismönnum að slíta samstarfinu. „Þegar þingmenn og ráðherrar flokksins hafa talað fyrir frjálslyndum og víðsýnum hugmyndum á borð við afnám einokunarsölu ríkisins á áfengi, hugsanlegri komu verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands, auknu frjálslyndi í fíkniefnamálum, ábyrgri stjórn í ríkisfjármálum og frekari skattalækkunum, svo eitthvað sé nefnt, hefur þeim ávallt verið mótmælt kröftuglega af framsóknarmönnum.“ Þótti þinginu þetta benda til vilja Framsóknarflokksins til haftabúskapar hér á landi. Ungir sjálfstæðismenn segjast einnig í stefnunni harma þátttöku flokksins í skuldaleiðréttingum ríkistjórnarinnar. „Flokkur, sem kennir sig á tyllidögum við ábyrgð í ríkisfjármálum, á ekki að nýta áttatíu milljarða króna af almannafé til þess að greiða niður verðtryggð húsnæðislán tiltekins þjóðfélagshóps,“ segir í stefnunni. „Slíka fjármuni á þess í stað að nýta til þess að grynnka á níðþungum skuldum ríkisins og lækka skatta á fólk og fyrirtæki. Það kæmi öllum til góða, ekki bara sumum.“Stefnuna má sjá í heild sinni hér að neðan:Frelsishugsjónin má ekki víkja Hugmyndafræði ungra sjálfstæðismanna byggir á þeirri einföldu hugmynd að hver einstaklingur hafi rétt til frelsis. Hann megi leita hamingjunnar á þann hátt sem hann sjálfur kýs, svo framarlega sem hann skaðar ekki aðra. Hlutverk stjórnvalda er að mynda jarðveg fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að skapa sjálfum sér tækifæri.Málamiðlanir eru vitaskuld eðlilegur hluti af stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn má hins vegar ekki við því að miðla málum með þeim hætti að flestar fórnirnar í ríkissstjórnarsamstarfinu lendi á honum og þeim hugsjónum sem hann stendur fyrir. Þingmenn flokksins verða að þora að taka slaginn og standa vörð um grunngildi sjálfstæðisstefnunnar, sama þótt það kosti átök við samstarfsflokkinn.Þegar þingmenn og ráðherrar flokksins hafa talað fyrir frjálslyndum og víðsýnum hugmyndum á borð við afnám einokunarsölu ríkisins á áfengi, hugsanlegri komu verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands, auknu frjálslyndi í fíkniefnamálum, ábyrgri stjórn í ríkisfjármálum og frekari skattalækkunum, svo eitthvað sé nefnt, hefur þeim ávallt verið mótmælt kröftuglega af framsóknarmönnum. Vilji þingmanna Framsóknarflokksins virðist ekki standa til þess að auka frelsi einstaklingsins, heldur virðast þeir vera sannfærðir um að leið haftabúskapar, boða og banna sé hin eina rétta.Ef sú verður áfram raunin, ber Sjálfstæðisflokknum að standa fast á hugsjónum um frelsi einstaklingsins til orðs og athafna og slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Framsóknarflokkinn.Taka þarf tilUngir sjálfstæðismenn harma þá ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að beygja sig undir vilja Framsóknarflokksins og samþykkja stærstu ríkisvæðingu einkaskulda í sögu Íslands. Flokkur, sem kennir sig á tyllidögum við ábyrgð í ríkisfjármálum, á ekki að nýta áttatíu milljarða króna af almannafé til þess að greiða niður verðtryggð húsnæðislán tiltekins þjóðfélagshóps. Slíka fjármuni á þess í stað að nýta til þess að grynnka á níðþungum skuldum ríkisins og lækka skatta á fólk og fyrirtæki. Það kæmi öllum til góða, ekki bara sumum.Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar er að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin hafi stöðvað skuldasöfnunina og að gert sé ráð fyrir hallalausum fjárlögum annað árið í röð. En það er einfaldlega ekki nóg. Þörf er á myndarlegum afgangi á rekstri ríkissjóðs til að draga úr skuldabyrðinni. Það er sömuleiðis ekki nóg að ríkið selji eignir til að grynnka á skuldum sínum, heldur þurfa stjórnmálamenn að sýna kjark, draga verulega úr ríkisútgjöldum og minnka umsvif ríkisins á öllum sviðum.Mikið verk fyrir höndum í skattamálumÞrátt fyrir að staða ríkissjóðs sé enn slæm verður núverandi ríkisstjórn að vinda ofan af þeim fjölmörgu skattahækkunum sem vinstristjórnin stóð fyrir í valdatíð sinni. Ríkisstjórnin hefur nú þegar gripið til einhverra skattalækkana, og er þróunin öll í rétta átt, en mikið verk er enn óunnið. Sú aðgerð, að lækka skatta, myndi nýtast heimilum landsins hvað best.Ungir sjálfstæðismenn fagna því að loks standi til að grisja frumskóg vörugjalda hér á landi. Tillögur ríkisstjórnarinnar um að endurskoða neysluskatta og fella niður almenn vörugjöld eru kærkomnar.Hendum höftunumEitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar er að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Forsendan fyrir því að mögulegt sé að aflétta höftum er að vandamál tengd svokallaðri snjóhengju verði leyst án þess að efnahagslegum stöðugleika landsins verði ógnað.Frelsa verður mennta- og heilbrigðisstofnanir úr viðjum ríkisrekstrar. Það myndi stuðla að bættri þjónustu og jafnframt meiri hagkvæmni í rekstri þeirra.Metum einstaklinginn að verðleikumÞað er grundvallarhugsjón ungra sjálfstæðismanna að einstaklingurinn eigi að vera metinn að verðleikum. Að hver og einn hafi tækifæri til að velja sér starf og vettvang og leita hamingjunnar eftir því sem hugur og hæfileikar standa til, burtséð frá kyni, þjóðerni, kynhneigð eða öðrum einkennum. Besta jafnréttisstefnan er fólgin í einstaklingshyggjunni.Burt með boð og bönnUngir sjálfstæðismenn hvetja núverandi ríkisstjórn til að samræma löggjöf við aukið frjálslyndi í þjóðfélaginu. Ýmsar boð- og bannreglur, sem nú eru í gildi, eru engan veginn í takt við þá grunnhugmyndafræði að einstaklingar eigi að hafa frelsi til að gera það sem þeir vilja, svo framarlega sem þeir skaða ekki aðra. Ríkisvaldið á hvorki að hafa vit fyrir fullorðnu fólki né þröngva upp á það siðgæðishugmyndum þeirra sem stjórna hverju sinni. Fullorðið fólk er best til þess fallið að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, án íhlutunar misviturra stjórnmálamanna.Afnám einokunarsölu ríkisins á áfengjum drykkjum og afturhvarf frá refsistefnu í fíkniefnamálum eru á meðal þeirra verkefna sem ungir sjálfstæðismenn binda vonir við að ríkisstjórnin komi í framkvæmd á yfirstandandi kjörtímabili. Það er sérstakt fagnaðarefni að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að áfengissala verði gefin frjáls. Það er löngu orðið tímabært að ráðast í umbætur á áfengisslögjöfinni, enda er það tímaskekkja að hið opinbera standi í starfsemi sem hinn frjálsi markaður er fullfær um að sinna. Mikilvægt er að forysta flokksins láti í sér heyra og sýni frumvarpinu stuðning í bæði orði og verki.Vitundarvakning hefur orðið í fíkniefnamálum og virðast fleiri og fleiri átta sig á því að núverandi refsistefna er röng, skaðleg og gagnast síst þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir að rétt sé að stefna að afglæpavæðingu fíkniefna, enda sé refsistefnan ekki að virka. Ungir sjálfstæðismenn taka heilshugar undir það. Fíkniefnavandinn er fyrst og fremst vandamál heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda, ekki lögreglu. Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Í stefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, segir að vilji þingmanna Framsóknarflokksins virðist fremur til þess fallinn að koma á höftum, boðum og bönnum heldur en að auka frelsi einstaklingsins. Stefnan var samþykkt á málefnaþingi samtakanna sem lauk í dag. Stefnan er afdráttarlaus hvað varðar ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar – ef málamiðlanir í samstarfinu verði einvörðungu með þeim hætti að Sjálfstæðisflokkurinn neyðist til þess að fórna hugsjónum sínum og gildum fyrir haftastefnu Framsóknarflokksins beri Sjálfstæðismönnum að slíta samstarfinu. „Þegar þingmenn og ráðherrar flokksins hafa talað fyrir frjálslyndum og víðsýnum hugmyndum á borð við afnám einokunarsölu ríkisins á áfengi, hugsanlegri komu verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands, auknu frjálslyndi í fíkniefnamálum, ábyrgri stjórn í ríkisfjármálum og frekari skattalækkunum, svo eitthvað sé nefnt, hefur þeim ávallt verið mótmælt kröftuglega af framsóknarmönnum.“ Þótti þinginu þetta benda til vilja Framsóknarflokksins til haftabúskapar hér á landi. Ungir sjálfstæðismenn segjast einnig í stefnunni harma þátttöku flokksins í skuldaleiðréttingum ríkistjórnarinnar. „Flokkur, sem kennir sig á tyllidögum við ábyrgð í ríkisfjármálum, á ekki að nýta áttatíu milljarða króna af almannafé til þess að greiða niður verðtryggð húsnæðislán tiltekins þjóðfélagshóps,“ segir í stefnunni. „Slíka fjármuni á þess í stað að nýta til þess að grynnka á níðþungum skuldum ríkisins og lækka skatta á fólk og fyrirtæki. Það kæmi öllum til góða, ekki bara sumum.“Stefnuna má sjá í heild sinni hér að neðan:Frelsishugsjónin má ekki víkja Hugmyndafræði ungra sjálfstæðismanna byggir á þeirri einföldu hugmynd að hver einstaklingur hafi rétt til frelsis. Hann megi leita hamingjunnar á þann hátt sem hann sjálfur kýs, svo framarlega sem hann skaðar ekki aðra. Hlutverk stjórnvalda er að mynda jarðveg fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að skapa sjálfum sér tækifæri.Málamiðlanir eru vitaskuld eðlilegur hluti af stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn má hins vegar ekki við því að miðla málum með þeim hætti að flestar fórnirnar í ríkissstjórnarsamstarfinu lendi á honum og þeim hugsjónum sem hann stendur fyrir. Þingmenn flokksins verða að þora að taka slaginn og standa vörð um grunngildi sjálfstæðisstefnunnar, sama þótt það kosti átök við samstarfsflokkinn.Þegar þingmenn og ráðherrar flokksins hafa talað fyrir frjálslyndum og víðsýnum hugmyndum á borð við afnám einokunarsölu ríkisins á áfengi, hugsanlegri komu verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands, auknu frjálslyndi í fíkniefnamálum, ábyrgri stjórn í ríkisfjármálum og frekari skattalækkunum, svo eitthvað sé nefnt, hefur þeim ávallt verið mótmælt kröftuglega af framsóknarmönnum. Vilji þingmanna Framsóknarflokksins virðist ekki standa til þess að auka frelsi einstaklingsins, heldur virðast þeir vera sannfærðir um að leið haftabúskapar, boða og banna sé hin eina rétta.Ef sú verður áfram raunin, ber Sjálfstæðisflokknum að standa fast á hugsjónum um frelsi einstaklingsins til orðs og athafna og slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Framsóknarflokkinn.Taka þarf tilUngir sjálfstæðismenn harma þá ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að beygja sig undir vilja Framsóknarflokksins og samþykkja stærstu ríkisvæðingu einkaskulda í sögu Íslands. Flokkur, sem kennir sig á tyllidögum við ábyrgð í ríkisfjármálum, á ekki að nýta áttatíu milljarða króna af almannafé til þess að greiða niður verðtryggð húsnæðislán tiltekins þjóðfélagshóps. Slíka fjármuni á þess í stað að nýta til þess að grynnka á níðþungum skuldum ríkisins og lækka skatta á fólk og fyrirtæki. Það kæmi öllum til góða, ekki bara sumum.Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar er að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin hafi stöðvað skuldasöfnunina og að gert sé ráð fyrir hallalausum fjárlögum annað árið í röð. En það er einfaldlega ekki nóg. Þörf er á myndarlegum afgangi á rekstri ríkissjóðs til að draga úr skuldabyrðinni. Það er sömuleiðis ekki nóg að ríkið selji eignir til að grynnka á skuldum sínum, heldur þurfa stjórnmálamenn að sýna kjark, draga verulega úr ríkisútgjöldum og minnka umsvif ríkisins á öllum sviðum.Mikið verk fyrir höndum í skattamálumÞrátt fyrir að staða ríkissjóðs sé enn slæm verður núverandi ríkisstjórn að vinda ofan af þeim fjölmörgu skattahækkunum sem vinstristjórnin stóð fyrir í valdatíð sinni. Ríkisstjórnin hefur nú þegar gripið til einhverra skattalækkana, og er þróunin öll í rétta átt, en mikið verk er enn óunnið. Sú aðgerð, að lækka skatta, myndi nýtast heimilum landsins hvað best.Ungir sjálfstæðismenn fagna því að loks standi til að grisja frumskóg vörugjalda hér á landi. Tillögur ríkisstjórnarinnar um að endurskoða neysluskatta og fella niður almenn vörugjöld eru kærkomnar.Hendum höftunumEitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar er að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Forsendan fyrir því að mögulegt sé að aflétta höftum er að vandamál tengd svokallaðri snjóhengju verði leyst án þess að efnahagslegum stöðugleika landsins verði ógnað.Frelsa verður mennta- og heilbrigðisstofnanir úr viðjum ríkisrekstrar. Það myndi stuðla að bættri þjónustu og jafnframt meiri hagkvæmni í rekstri þeirra.Metum einstaklinginn að verðleikumÞað er grundvallarhugsjón ungra sjálfstæðismanna að einstaklingurinn eigi að vera metinn að verðleikum. Að hver og einn hafi tækifæri til að velja sér starf og vettvang og leita hamingjunnar eftir því sem hugur og hæfileikar standa til, burtséð frá kyni, þjóðerni, kynhneigð eða öðrum einkennum. Besta jafnréttisstefnan er fólgin í einstaklingshyggjunni.Burt með boð og bönnUngir sjálfstæðismenn hvetja núverandi ríkisstjórn til að samræma löggjöf við aukið frjálslyndi í þjóðfélaginu. Ýmsar boð- og bannreglur, sem nú eru í gildi, eru engan veginn í takt við þá grunnhugmyndafræði að einstaklingar eigi að hafa frelsi til að gera það sem þeir vilja, svo framarlega sem þeir skaða ekki aðra. Ríkisvaldið á hvorki að hafa vit fyrir fullorðnu fólki né þröngva upp á það siðgæðishugmyndum þeirra sem stjórna hverju sinni. Fullorðið fólk er best til þess fallið að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, án íhlutunar misviturra stjórnmálamanna.Afnám einokunarsölu ríkisins á áfengjum drykkjum og afturhvarf frá refsistefnu í fíkniefnamálum eru á meðal þeirra verkefna sem ungir sjálfstæðismenn binda vonir við að ríkisstjórnin komi í framkvæmd á yfirstandandi kjörtímabili. Það er sérstakt fagnaðarefni að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að áfengissala verði gefin frjáls. Það er löngu orðið tímabært að ráðast í umbætur á áfengisslögjöfinni, enda er það tímaskekkja að hið opinbera standi í starfsemi sem hinn frjálsi markaður er fullfær um að sinna. Mikilvægt er að forysta flokksins láti í sér heyra og sýni frumvarpinu stuðning í bæði orði og verki.Vitundarvakning hefur orðið í fíkniefnamálum og virðast fleiri og fleiri átta sig á því að núverandi refsistefna er röng, skaðleg og gagnast síst þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir að rétt sé að stefna að afglæpavæðingu fíkniefna, enda sé refsistefnan ekki að virka. Ungir sjálfstæðismenn taka heilshugar undir það. Fíkniefnavandinn er fyrst og fremst vandamál heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda, ekki lögreglu.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira