Les úr bók ömmu sinnar Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2014 16:50 Vera ásamt fræku sinni Elísabetu Jökulsdottur. Afkomendur Jóhönnu Kristjónsdóttur eru venju fremur fyrirferðarmiklir á jólabókamarkaði -- auk hennar sjálfrar. Svarthvítir dagar, bók Jóhönnu Kristjónsdóttur hefur slegið rækilega í gegn, og var hún valin af bóksölum sem ævisaga ársins. Bóksalar eru þeir sem helst eru í snertingu við jólabækurnar og þykir rithöfundum mikið til viðurkenningar úr þeim ranni koma. Hrafn Jökulsson rithöfundur, sonur Jóhönnu, hefur farið víða og lesið uppúr bókinni og nú er komið að ömmubarni Jóhönnu, Veru Illugadóttur fréttamanni, að lesa úr bókinni. Það verður á morgun, laugardag, á mikilli skáldaveislu sem Hrafn stendur fyrir á veitingastaðnum Einari Ben við Ingólfstorg. Líkast til er engin fjölskylda sem státar af eins háu hlutfalli rithöfunda innan sinna vébanda og Jóhanna og afkomendur hennar. Afköst þeirra með penna eru mikil -- og ritfær með afbrigðum. Og þau eru áberandi á bókamarkaði nú um stundir. Elísabet Jökulsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bók sína Ástin ein taugahrúga – Enginn dans við Ufsaklett. Þar segir frá ofbeldissambandi sem hún var í og Illugi Jökulsson er höfundur bókarinnar Háski á hafi. Illugi er faðir Veru, svo öllu sé til haga haldið. Sjálfur er rithöfundurinn Hrafn ekki með bók fyrir þessi jólin en er þeim mun afkastameiri við að standa fyrir ýmsum uppákomum. Þetta er þó ekki ættarmót, veislan sem Hrafn býður nú til. „Skáldaveislu sem hefst klukkan 16,“ segir Hrafn og byrjar að þylja upp: „Lesið verður úr fimm nýjum bókum og meistari Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið. Dagskráin stendur liðlega klukkustund, er mjög fjölbreytt. Einar Kárason les úr skáldsögunni Skálmöld, þar sem glæsimennið Sturla Sighvatsson er í aðalhlutverki; Yrsa Sigurðardóttir les úr spennusögunni DNA sem er meðal mest seldu bóka ársins; Þórdís Gísladóttir les úr ljóðabókinni Velúr sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna; Ófeigur Sigurðsson les úr skáldsögunni Öræfi sem hlotið hefur stórfellt lof og er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Og svo er það Vera Illugadóttir, frænka Hrafns, sem les úr endurminningabók ömmu sinnar, móður Hrafns, Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem dregur upp ógleymanlegar myndir af veröld bernskunnar. „Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega,“ segir Hrafn sem telur vart hægt að hugsa sér betri upptakt að hátíð sem nú fer í hönd -- bókajólum hjá fjölskyldu Jóhönnu; hjá því verður vart komist. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Svarthvítir dagar, bók Jóhönnu Kristjónsdóttur hefur slegið rækilega í gegn, og var hún valin af bóksölum sem ævisaga ársins. Bóksalar eru þeir sem helst eru í snertingu við jólabækurnar og þykir rithöfundum mikið til viðurkenningar úr þeim ranni koma. Hrafn Jökulsson rithöfundur, sonur Jóhönnu, hefur farið víða og lesið uppúr bókinni og nú er komið að ömmubarni Jóhönnu, Veru Illugadóttur fréttamanni, að lesa úr bókinni. Það verður á morgun, laugardag, á mikilli skáldaveislu sem Hrafn stendur fyrir á veitingastaðnum Einari Ben við Ingólfstorg. Líkast til er engin fjölskylda sem státar af eins háu hlutfalli rithöfunda innan sinna vébanda og Jóhanna og afkomendur hennar. Afköst þeirra með penna eru mikil -- og ritfær með afbrigðum. Og þau eru áberandi á bókamarkaði nú um stundir. Elísabet Jökulsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bók sína Ástin ein taugahrúga – Enginn dans við Ufsaklett. Þar segir frá ofbeldissambandi sem hún var í og Illugi Jökulsson er höfundur bókarinnar Háski á hafi. Illugi er faðir Veru, svo öllu sé til haga haldið. Sjálfur er rithöfundurinn Hrafn ekki með bók fyrir þessi jólin en er þeim mun afkastameiri við að standa fyrir ýmsum uppákomum. Þetta er þó ekki ættarmót, veislan sem Hrafn býður nú til. „Skáldaveislu sem hefst klukkan 16,“ segir Hrafn og byrjar að þylja upp: „Lesið verður úr fimm nýjum bókum og meistari Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið. Dagskráin stendur liðlega klukkustund, er mjög fjölbreytt. Einar Kárason les úr skáldsögunni Skálmöld, þar sem glæsimennið Sturla Sighvatsson er í aðalhlutverki; Yrsa Sigurðardóttir les úr spennusögunni DNA sem er meðal mest seldu bóka ársins; Þórdís Gísladóttir les úr ljóðabókinni Velúr sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna; Ófeigur Sigurðsson les úr skáldsögunni Öræfi sem hlotið hefur stórfellt lof og er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Og svo er það Vera Illugadóttir, frænka Hrafns, sem les úr endurminningabók ömmu sinnar, móður Hrafns, Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem dregur upp ógleymanlegar myndir af veröld bernskunnar. „Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega,“ segir Hrafn sem telur vart hægt að hugsa sér betri upptakt að hátíð sem nú fer í hönd -- bókajólum hjá fjölskyldu Jóhönnu; hjá því verður vart komist.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira