Fá bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar handtöku 16. desember 2014 17:27 Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. vísir/getty Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira