Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2014 11:15 Man Haron Monis var fimmtugur en hann hélt gíslum föstum í rúma 16 tíma í gær. Vísr/AP Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að yfirvöld þar í landi muni kanna af hverju Man Haron Monis, sem tók 17 manns í gíslingu á Kaffihúsi í Sydney, hafi ekki verið á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. Þá vill hann vita hvernig stæði á því að Monis hafi gengið laus gegn tryggingu. Hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og fyrir að hafa aðstoðað konu við að myrða fyrrverandi eiginkonu sína. Abbott lýsti honum sem trufluðum og sjúkum einstakling. Hann sagði þetta vera fyrsta hryðjuverkaatvikið í Ástralíu í 35 ár. Monis lét gísla lesa upp kröfur sínar og hlóð hann svo myndböndum af því upp á Youtube.Tveir gíslar létu lífið þegar lögreglan réðst til atlögu gegn Monis. Þau hétu Tori Johnson sem var 34 ára og Katrina Dawson sem var 38 ára. Þau höfðu verið í gíslingu í sextán tíma. Catherine Burn hjá lögreglunni í Syndey vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana sjálfur. Hún vildi ekki heldur staðfesta fregnir um að Johnson hafi verið skotinn í átökum við Monis. Burn sagði þó að allir gíslarnir hefðu verið hugrakkir og hagað sér eftir því. Samkvæmt BBC sagði Burn þó að lögreglumenn hefði ráðist inn í kaffihúsið eftir að skot heyrðust þaðan og gíslar hlupu út. Rannsókn hefur þegar verið hafin á störfum lögreglu á vettvangi og Burn vildi ekki segja meira til að hafa ekki áhrif á rannsóknina. Ástralar, sem virðast vera slegnir yfir atvikinu, lögðu blómvendi við kaffihúsið í morgun. Þá hafa samtök múslima í Ástralíu fordæmt atvikið. Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni“ Ásta Guðmundsdóttir, sem búsett er í Sydney, segir að gíslatakan hafi komið íbúum borgarinnar mjög á óvart. 15. desember 2014 22:43 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að yfirvöld þar í landi muni kanna af hverju Man Haron Monis, sem tók 17 manns í gíslingu á Kaffihúsi í Sydney, hafi ekki verið á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. Þá vill hann vita hvernig stæði á því að Monis hafi gengið laus gegn tryggingu. Hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og fyrir að hafa aðstoðað konu við að myrða fyrrverandi eiginkonu sína. Abbott lýsti honum sem trufluðum og sjúkum einstakling. Hann sagði þetta vera fyrsta hryðjuverkaatvikið í Ástralíu í 35 ár. Monis lét gísla lesa upp kröfur sínar og hlóð hann svo myndböndum af því upp á Youtube.Tveir gíslar létu lífið þegar lögreglan réðst til atlögu gegn Monis. Þau hétu Tori Johnson sem var 34 ára og Katrina Dawson sem var 38 ára. Þau höfðu verið í gíslingu í sextán tíma. Catherine Burn hjá lögreglunni í Syndey vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana sjálfur. Hún vildi ekki heldur staðfesta fregnir um að Johnson hafi verið skotinn í átökum við Monis. Burn sagði þó að allir gíslarnir hefðu verið hugrakkir og hagað sér eftir því. Samkvæmt BBC sagði Burn þó að lögreglumenn hefði ráðist inn í kaffihúsið eftir að skot heyrðust þaðan og gíslar hlupu út. Rannsókn hefur þegar verið hafin á störfum lögreglu á vettvangi og Burn vildi ekki segja meira til að hafa ekki áhrif á rannsóknina. Ástralar, sem virðast vera slegnir yfir atvikinu, lögðu blómvendi við kaffihúsið í morgun. Þá hafa samtök múslima í Ástralíu fordæmt atvikið.
Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni“ Ásta Guðmundsdóttir, sem búsett er í Sydney, segir að gíslatakan hafi komið íbúum borgarinnar mjög á óvart. 15. desember 2014 22:43 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07
Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30
Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29
Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00
„Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni“ Ásta Guðmundsdóttir, sem búsett er í Sydney, segir að gíslatakan hafi komið íbúum borgarinnar mjög á óvart. 15. desember 2014 22:43