Hóta að breyta hvalabjórbruggstjóra í bjór Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. janúar 2014 20:00 Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira