Hóta að breyta hvalabjórbruggstjóra í bjór Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. janúar 2014 20:00 Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“ Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira